Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 17:16 Starfsmaðurinn sem um ræðir lét af störfum í febrúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. Um 2,5% þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafa verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu nú síðdegis. Þar kemur fram að starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið, en þó sé ekki hægt að fullyrða að heilsubresturinn hafi stuðlað að þeim mistökum sem voru gerð. Starfsmanninum hefur verið boðin áfallahjálp. „Strax og málið kom upp, í lok júní síðastliðnum, fór í gang víðtæk endurskoðun á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði rannsakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rannsakað á árinu 2018, voru talin gefa ástæðu til frekari skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Ekkert tilvik sé þó jafn alvarlegt og það sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Þá hefur Krabbameinsfélagið gripið til frekari ráðstafana eftir að málið kom upp og meðal annars óskað eftir upplýsingum frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni konunnar. Fleiri konur hafa sett sig í samband við hann undanfarna daga og er hann með eitt til tvö dæmi um sambærileg mál. Krabbameinsfélagið hefur jafnframt óskað eftir að Embætti landlæknis taki þau mál til skoðunar. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli Í tilkynningunni segir að með reglubundinni skimun sé hægt að koma í veg leghálskrabbamein í 90 prósent tilvika. Skimunin nái þó aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á krabbameini, stundum þróist það á skömmum tíma eða að greining sýnis úr skimun sé röng. „Greining frumubreytinga í leghálsi er flókið ferli og það er ekki alltaf einfalt að sjá hvort frumubreytingar séu eðlilegar eða óeðlilegar,“ segir í tilkynningunni. Þó er tekið fram að í tilfelli konunnar sem fór í skimun árið 2018 hafi frumubreytingarnar átt að vera greinanlegar. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018 en í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Æxlið sem greindist var sjö sentimetrar. Ný tækni hefur þó verið tekin í notkun á leitarstöðinni sem er sögð minnka hættuna á samskonar mistökum. „Árið 2019 var tekin í notkun ný tölvustýrð smásjá á frumurannsóknarstofunni þar sem gervigreind forskimar öll sýni og dregur fram þá hluta sýnanna sem ástæða er til að skoða betur. Tilkoma tækisins dregur enn frekar úr hættu á mannlegum mistökum.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. Um 2,5% þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafa verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu nú síðdegis. Þar kemur fram að starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið, en þó sé ekki hægt að fullyrða að heilsubresturinn hafi stuðlað að þeim mistökum sem voru gerð. Starfsmanninum hefur verið boðin áfallahjálp. „Strax og málið kom upp, í lok júní síðastliðnum, fór í gang víðtæk endurskoðun á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði rannsakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rannsakað á árinu 2018, voru talin gefa ástæðu til frekari skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Ekkert tilvik sé þó jafn alvarlegt og það sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Þá hefur Krabbameinsfélagið gripið til frekari ráðstafana eftir að málið kom upp og meðal annars óskað eftir upplýsingum frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni konunnar. Fleiri konur hafa sett sig í samband við hann undanfarna daga og er hann með eitt til tvö dæmi um sambærileg mál. Krabbameinsfélagið hefur jafnframt óskað eftir að Embætti landlæknis taki þau mál til skoðunar. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli Í tilkynningunni segir að með reglubundinni skimun sé hægt að koma í veg leghálskrabbamein í 90 prósent tilvika. Skimunin nái þó aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á krabbameini, stundum þróist það á skömmum tíma eða að greining sýnis úr skimun sé röng. „Greining frumubreytinga í leghálsi er flókið ferli og það er ekki alltaf einfalt að sjá hvort frumubreytingar séu eðlilegar eða óeðlilegar,“ segir í tilkynningunni. Þó er tekið fram að í tilfelli konunnar sem fór í skimun árið 2018 hafi frumubreytingarnar átt að vera greinanlegar. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018 en í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Æxlið sem greindist var sjö sentimetrar. Ný tækni hefur þó verið tekin í notkun á leitarstöðinni sem er sögð minnka hættuna á samskonar mistökum. „Árið 2019 var tekin í notkun ný tölvustýrð smásjá á frumurannsóknarstofunni þar sem gervigreind forskimar öll sýni og dregur fram þá hluta sýnanna sem ástæða er til að skoða betur. Tilkoma tækisins dregur enn frekar úr hættu á mannlegum mistökum.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31