Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 22:51 Ásmundur Einar segist fagna því að frumvarpið hafi verið samþykkt, enda hafi þetta verið eitt af hans helstu áherslumálum innan ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. Láninu er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin voru kynnt fyrr í sumar en þau eru að skoskri fyrirmynd. Með tilkomu hlutdeildarlánanna þarf kaupandi að leggja til að lágmarki 5 prósent eigið fé og taka 75 prósenta fasteignalán hjá lánastofnun, en hlutdeildarlánin geta numið allt að 20 prósentum af kaupverði. Þá fylgja hvorki vextir né afborganir hlutdeildarlánunum á lánstímanum. Endurgreiða þarf lánið þegar íbúðin er seld og nemur endurgreiðslufjárhæðin sama hlutfalli af söluverðinu við endurgreiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Í tilkynningu um samþykkt frumvarpsins segist Ásmundur Einar fagna því að hlutdeildarlánin verði að veruleika. Með þeim sé verið að taka mikilvægt skref í áttina að því að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn. „Lægstu tekjutíundir hafa verið fastar á leigumarkaði og við vitum að mikill meirihluti þeirra vill komast í eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða þetta fólk og við sem samfélag erum að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði,“ segir Ásmundur Einar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. Láninu er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin voru kynnt fyrr í sumar en þau eru að skoskri fyrirmynd. Með tilkomu hlutdeildarlánanna þarf kaupandi að leggja til að lágmarki 5 prósent eigið fé og taka 75 prósenta fasteignalán hjá lánastofnun, en hlutdeildarlánin geta numið allt að 20 prósentum af kaupverði. Þá fylgja hvorki vextir né afborganir hlutdeildarlánunum á lánstímanum. Endurgreiða þarf lánið þegar íbúðin er seld og nemur endurgreiðslufjárhæðin sama hlutfalli af söluverðinu við endurgreiðslu og upphafleg lánveiting nam af kaupverði. Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði. Í tilkynningu um samþykkt frumvarpsins segist Ásmundur Einar fagna því að hlutdeildarlánin verði að veruleika. Með þeim sé verið að taka mikilvægt skref í áttina að því að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á fasteignamarkaðinn. „Lægstu tekjutíundir hafa verið fastar á leigumarkaði og við vitum að mikill meirihluti þeirra vill komast í eigið húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða þetta fólk og við sem samfélag erum að segja að við sættum okkur ekki við að einungis þeir sem eru með sterkt bakland eigi að geta eignast eigið húsnæði,“ segir Ásmundur Einar.
Dæmi: Kaupverð fasteignar er 40 milljónir og hlutdeildarlán hljóðar upp á 20% af kaupverðinu eða sem samsvarar 8 milljónum króna. Tíu árum síðar er eignin seld fyrir 50 milljónir króna. Þá eru tuttugu prósentin endurgreidd, nema hlutfallið reiknast nú af nýja fasteignaverðinu og nemur endurgreiðslan því 10 milljónum kr. Þannig nýtur ríkið sem lánveitandi einnig góðs af hækkun fasteignaverðs, ólíkt öðrum lánveitendum á húsnæðismarkaði.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Auðvelda fyrstu kaup með hlutdeildarlánum Félags- og barnamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um hlutdeildarlán. Markmið frumvarpsins er að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð 11. júní 2020 12:25