Spá því að Ísland muni eiga þrjá af tíu keppendum í ofurúrslitunum leikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 10:00 Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall á heimsleikunum í fyrra og er aftur spáð góðu gengi í ár. Hér er hann með hinum verðlaunahöfunum 2019. Mynd/Instagram Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte. CrossFit Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
CrossFit Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira