Samþykktu lagabreytingar til að mæta efnahagsáhrifum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 15:39 Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Vísir/vilhelm Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Alþingi samþykkti á þriðja tímanum breytingar á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þar er m.a. um að ræða breytingar á lögum um tímabundnar launagreiðslur til fólks í sóttkví og atvinnuleysistryggingar. Þingmenn stjórnarandstöðu sögðu lögin til bóta en vildu að gengið yrði lengra í aðgerðum. Lögin fela m.a. í sér að framlengingu á tekjutengdum atvinnuleysisbótum í sex mánuði og tryggir fólki á atvinnuleysisbótum rétt til að fara í nám. Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa í sóttkví verða framlengd til áramóta. Breytingarnar voru samþykktar með 57 atkvæðum. Sex voru fjarverandi. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðgerðirnar til bóta. Það sem væri „ámælisvert og hreinlega til skammar“ að í frumvarpinu væri ekki stafkrókur um þá tólf þúsund sem þurfa að framfleyta sér á grunnatvinnuleysisbótum. „Sennilega þykir stjórnarliðum grunnatvinnuleysisbæturnar fullgóðar fyrir þennan hóp,“ sagði Oddný. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði aðgerðirnar einnig til bóta. Aftur á móti endurspeglaði málið „glötuð tækifæri til að gera betur, meira og suma hluti öðruvísi“. Hann studdi málið en kvaðst vona að tækifærin yrðu framvegis betur nýtt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins sagði að frumvarpið næði of stutt. Það væri ansi slæmt að standa á þingi og horfa fram á það að félagsmálaráðherra „skilji eftir foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna“ og þeirra réttindi til launa í sóttkví. Meirihluti Alþingis felldi í gær breytingartillögu úr röðum stjórnarandstöðu um að heimild til greiðslu launa í sóttkví yrði látin ná til foreldra langveikra og mikið fatlaðra barna, sem og breytingartillögu um hækkun grunnatvinnuleysisbóta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira