Fyrsta haustlægðin: Hafa séð það svartara Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2020 19:30 Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu kíkti á aðstæður ásamt syni sínum eftir ofankomuna sem fylgdi lægðinni. Vísir/Tryggvi Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“ Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Það snjóaði víða á Norðausturlandi í nótt og í morgun eftir að fyrsta haustlægðin lét til sín taka. Bændur í Þingeyjarsveit voru smeykir við veðrið sem þó gekk yfir án teljandi vandræða. Appelsínugul veðurviðvörun var í gildi í nótt á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi vegna norðanhríðar. Varað hafði verið við því að sauðfé gæti lent í vandræðum vegna ofankomu Bændur á svæðinu höfðu áhyggjur af snjókoma í 300-400 metrum yfir sjávarmáli eins og til dæmis í Þeistareykjafrétt, þar sem tíu sentimetra snjólag lá á jörðinni eftir nóttina. Veðrið þar virðist hins vegar ekki hafa verið jafn slæmt og verstu spár gerðu ráð fyrir. „Við vorum orðnir smeykir í gær þegar það var kominn appelsínugul viðvörun og óvissustig almannavarna. Bæði held ég að það hafi orðið hlýrra en var og minni vindur þannig að þetta slapp til,“ segir Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjasvæðinu sem kíkti á stöðu mála eftir nóttina ásamt fréttamanni og syni sínum, Arnari Inga, í dag. Þeistareykjaafréttin er í 400 metra hæð og þar var alhvít jörð í dag. Íslenska kindin lætur ekki smá hausthret hrella sig.Vísir/Tryggvi. „Þetta er hefur sloppið til. Við erum hérna í svona 400 metra hæð og það hefur gránað og sett niður örlítinn snjó en þetta fer nú þegar líður á daginn. Við sjáum það að féð er ekkert farið að hópast hér að heldur hefur það bara haft frið í skjól.“ Þannig að þið hafið séð það svartara? „Já, við höfum séð það miklu svartara en þetta. Ef veðrið hefði ekki komið 2012 þá hefðu menn sennilega ekkert verið að kippa sér upp við þetta,“ segir Sæþór. Þarna vísar Sæþór í aftakaveður sem gerði árið 2012 á svæðinu, með þeim afleiðingum að þrjú þúsund kindur drápust í miklu fannfergi. Það er ólíku saman að jafna og nú, þó að óneitanlega sé það kuldalegt að sjá kindurnar á beit í snjónum. „Það er hrakið náttúrúlega blautt og því líður ekkert vel. Það er alltaf slæmt að fá svona hret en í sjálfu sér er sauðkindin alveg magnað fyrirbæri og með góða ull og það fer að létta til og birta þegar líða fer á daginn. Ég held að þetta verði allt í fínalagi.“
Landbúnaður Veður Þingeyjarsveit Dýr Tengdar fréttir Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. 4. september 2020 12:14
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19