Íslenska unglingalandsliðskonan Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði fyrir Nordsjælland í 2-2 jafntefli gegn Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Nordsjælland komst tvisvar yfir í leiknum, í seinna skiptið eftir mark Amöndu á 41. mínútu en Thisted jafnaði rétt fyrir hálfleik og þar við sat.
Amanda hefur skorað tíu mörk í tólf landsleikjum með U16 og U17 landsliðum Íslands. Hún samdi við Nordsjælland fyrir akkúrat mánuði síðan í dag.
Nordsjælland er í þriðja sæti deildarinnar eftir leikinn í dag, fimm stigum á eftir Bröndby í fyrsta sætinu á meðan Thisted er í öðru sæti með stigi meira en Nordsjælland.