Íslandsmeistarinn segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl í gegnum tíðina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 20:00 Hilmar Örn setti Íslandsmet í sleggjukasti nýverið og er meðal tíu bestu í heiminum að svo stöddu. Mynd/Stöð 2 Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson hefur farið á kostum undanfarnar vikur og mánuði. Hann setti nýverið Íslandsmet í sleggjukasti í Kaplakrika þegar hann kastaði sleggjunni 77.10 metra. Það setur hann í hóp tíu bestu sleggjukastara heims á þessu ári. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – ræddi við Hilmar Örn í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er örugglega búið að taka tíu ár, í heildina allavega. Svo núna í vor hefur verið góður undirbúningur og það hefur gengið vel,“ sagði Hilmar Örn um þann tíma sem það hefur tekið að komast á topp tíu. „Ég bý að því að hafa verið í öllum greinum í frjálsum þegar ég var yngri svo að ég er þokkalega samhæfður og gat gert ýmislegt þegar ég var yngri. Nú er ég aðeins þyngri og einbeiti mér bara að sleggjunni,“ sagði Hilmar og glotti við tönn. „Fyrir mér er þetta bara ágætt. Finnst fínt að vera einn að kasta en stundum saknar maður félagsskapsins. Það var fínt að fara til Slóveníu, þá var ég að æfa með strákum á sama getustigi og ég sem var mjög skemmtilegt,“ sagði Hilmar aðspurður hvort það væri ekki leiðinlegt að æfa alltaf einn. „Kannski mikilvægast að hvíla vel líka. Það hefur verið minn akkílesarhæll – hvíldin – ég hef ekki nennt því og verið á fullu í of marga daga og næstum keyrt mig í kaf. Nú er ég að læra inn á það að ég þarf að vera duglegri að taka því rólega.“ „Þarf að kasta 77.50 metra eða vera topp 32 í heiminum samkvæmt þessum nýja stigalista,“ sagði Hilmar að lokum um hvað þarf að gerast til að hann komist á Ólympíuleikana í Tókýó næsta sumar. Klippa: Segir hvíldina hafa verið sinn akkilesarhæl
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira