Óloft dregur sjö milljónir til dauða árlega Heimsljós 7. september 2020 10:39 Ljósmynd frá Úganda gunnisal Níu af hverjum tíu íbúum jarðarinnar anda að sér ólofti, menguðu lofti, þeirri umhverfisvá sem ógnar mest heilsu fólks. Loftmengun á þátt í hjartasjúkdómum, heilablóðföllum, lungnakrabbameini og öðrum öndurfærasjúkdómum. Í dag, 7. september, er í fyrsta sinn sérstakur Alþjóðadagur hreins lofts í þágu bláa himinsins, eins og hann er nefndur af hálfu Sameinuðu þjóðanna (International Day of Clean Air for Blue Skies). Sjö milljónir manna látast ár hvert af völdum loftmengunar, fleiri en samanlagður fjöldi íbúa Íslands og Danmerkur, eins og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á í frétt með fyrirsögninni: Ósýnilegi raðmorðinginn sem drepur 7 milljónir á ári. Þema dagsins er „hreint loft fyrir alla.“ „Í dag 7. september höldum við í fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan dag hreina loftsins. Við skulum taka saman höndum til að byggja betri framtíð með hreinu lofti fyrir alla,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi. „Nú þegar við byggjum upp að nýju andspænis skaðvænlegum afleiðingum COVID-19, ber okkur að veita loftmengun mun meiri athygli, en þar að auki eykur hún á þá hættu sem stafar af COVID-19, segir Guterres. „Mengað andrúmsloft hefur skaðleg áhrif á loftslagið, fjölbreytni lífríkisins og vistkerfi, auk lífsgæða almennt. Það hefur því jákvæð áhrif á heilsufar, þróun og umhverfið að bæta loftgæði. Heilbrigði umhverfisins og mannsins eru bundin órjúfanlegum böndum,“ segir í frétt UNRIC þar sem fram kemur að Sameinuðu þjóðirnar hvetji alla, ríkisstjórnir, fyrirtæki, borgaraleg samtök og einstaklinga, til að grípa til aðgerða til að draga úr loftmengun og breyta lífsstíl okkar til hins betra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent
Níu af hverjum tíu íbúum jarðarinnar anda að sér ólofti, menguðu lofti, þeirri umhverfisvá sem ógnar mest heilsu fólks. Loftmengun á þátt í hjartasjúkdómum, heilablóðföllum, lungnakrabbameini og öðrum öndurfærasjúkdómum. Í dag, 7. september, er í fyrsta sinn sérstakur Alþjóðadagur hreins lofts í þágu bláa himinsins, eins og hann er nefndur af hálfu Sameinuðu þjóðanna (International Day of Clean Air for Blue Skies). Sjö milljónir manna látast ár hvert af völdum loftmengunar, fleiri en samanlagður fjöldi íbúa Íslands og Danmerkur, eins og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á í frétt með fyrirsögninni: Ósýnilegi raðmorðinginn sem drepur 7 milljónir á ári. Þema dagsins er „hreint loft fyrir alla.“ „Í dag 7. september höldum við í fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan dag hreina loftsins. Við skulum taka saman höndum til að byggja betri framtíð með hreinu lofti fyrir alla,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi. „Nú þegar við byggjum upp að nýju andspænis skaðvænlegum afleiðingum COVID-19, ber okkur að veita loftmengun mun meiri athygli, en þar að auki eykur hún á þá hættu sem stafar af COVID-19, segir Guterres. „Mengað andrúmsloft hefur skaðleg áhrif á loftslagið, fjölbreytni lífríkisins og vistkerfi, auk lífsgæða almennt. Það hefur því jákvæð áhrif á heilsufar, þróun og umhverfið að bæta loftgæði. Heilbrigði umhverfisins og mannsins eru bundin órjúfanlegum böndum,“ segir í frétt UNRIC þar sem fram kemur að Sameinuðu þjóðirnar hvetji alla, ríkisstjórnir, fyrirtæki, borgaraleg samtök og einstaklinga, til að grípa til aðgerða til að draga úr loftmengun og breyta lífsstíl okkar til hins betra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent