Fengu undanþágu á síðustu stundu til að mæta á Laugardalsvöll Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 11:29 Oliver Holt, íþróttafréttamaður hjá Daily Mail, með grímu fyrir utan Laugardalsvöll á laugardaginn. @OllieHolt22 Í kringum tuttugu erlendir blaðamenn komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Englands á laugardaginn. Nokkrir af þeim komu skömmu fyrir leik eftir að hafa sótt um, og fengið, heimild til þess að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví. Eins og greint hefur frá í íslenskum fjölmiðlum komu nokkrir enskir blaðamenn hingað til lands að minnsta kosti fimm dögum fyrir leik. Þeir, líkt og aðrir, sem koma hingað til lands þurftu að fara í skimun við komuna til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstöður seinni skimunar lá fyrir. Sóttkvíin lagðist misvel í blaðamennina, eins og Vísir hefur greint frá. Frá leiknum um helgina.Vísir/Hulda Ekki lögðu þó allir erlendir blaðamenn sem vildi fylgjast með leiknum í það að fara í fimm daga sóttkví. Þannig greindi Oliver Holt, blaðamaður á Daily Mail, að hann hafi komið hingað til lands til þess að fylgjast með leiknum. Ef marka má Twitter-færslu hans var hann þó hér aðeins í skamma stund en hann birti meðfylgjandi mynd af sér fyrir utan Laugardalsvöll á laugardaginn. Flying the flag in Reykjavik @StockportCounty pic.twitter.com/Cr0WAR4Y5t— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020 „Reykjavík er svo falleg borg. Ég hef reyndar einungis séð miðborgina í gegnum rúðuna á leigubíl, en ég myndi vilja koma aftur. Landslagið er frábært líka. Ég hef reyndar líka bara séð það í gegnum rúðuna á leigubíl,“ skrifar Holt á Twitter. What a beautiful city Reykavik is. I've only seen the centre through the window of a taxi, sadly, but I'd love to come back. Scenery is amazing, too. I've mainly seen that through the window of a taxi as well.— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020 Í samtali við Vísi segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis að um tuttugu erlendir blaðamenn hafi komið hingað til lands til að fylgjast með leiknum. Sumir hafi lokið sóttkví en nokkrir aðrir hafi sótt um og fengið heimild til að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví, þar sem fylgja þurfi sérstökum reglum, sem lesa má hér. Samkvæmt þeim þurfa blaðamennirnir almennt að fylgja sóttvarnarreglum í hvívetna en fá hins vegar leyfi til þess að sinna þeirri vinnu sem þeir komu hingað til lands að sinna, í þessu tilfelli landsleikur Íslands og Englands. Segir Holt að þetta leyfi hafi fengist á síðustu stundu en þó í tæka tíð. Yeah. We got a journalist's exemption to cover the game at the last minute but that means you have to go from airport to hotel to stadium and back to hotel so haven't seen anything of anything really. Except the match and the inside of my hotel room.— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðadeild UEFA Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Ræddi íslenska liðið, leikinn í Nice ásamt ást sinni á land og þjóð Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, var í viðtali við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Þar fór hann yfir víðan völl. 5. september 2020 16:20 Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. 5. september 2020 15:35 Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Rikki G ræddi við Henry Winter, einn virtasta íþróttablaðamann Bretlandseyja, fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir Times Sport. 5. september 2020 11:30 Dorsett laus úr sóttkví: Heyrði af því að enska landsliðið vilji komast í Bláa lónið Sky Sports maðurinn Rob Dorsett hefur sagt frá raunum sínum í sóttkví á Íslandi á samfélagsmiðlum en hann ræddi líka við Henry Birgir Gunnarsson um ævintýri sín í Reykjavík. 4. september 2020 13:00 Íslendingarnir hræddir við þá og fátt nema hnetur og flögur að borða Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands. 2. september 2020 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í kringum tuttugu erlendir blaðamenn komu hingað til lands í tengslum við landsleik Íslands og Englands á laugardaginn. Nokkrir af þeim komu skömmu fyrir leik eftir að hafa sótt um, og fengið, heimild til þess að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví. Eins og greint hefur frá í íslenskum fjölmiðlum komu nokkrir enskir blaðamenn hingað til lands að minnsta kosti fimm dögum fyrir leik. Þeir, líkt og aðrir, sem koma hingað til lands þurftu að fara í skimun við komuna til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstöður seinni skimunar lá fyrir. Sóttkvíin lagðist misvel í blaðamennina, eins og Vísir hefur greint frá. Frá leiknum um helgina.Vísir/Hulda Ekki lögðu þó allir erlendir blaðamenn sem vildi fylgjast með leiknum í það að fara í fimm daga sóttkví. Þannig greindi Oliver Holt, blaðamaður á Daily Mail, að hann hafi komið hingað til lands til þess að fylgjast með leiknum. Ef marka má Twitter-færslu hans var hann þó hér aðeins í skamma stund en hann birti meðfylgjandi mynd af sér fyrir utan Laugardalsvöll á laugardaginn. Flying the flag in Reykjavik @StockportCounty pic.twitter.com/Cr0WAR4Y5t— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020 „Reykjavík er svo falleg borg. Ég hef reyndar einungis séð miðborgina í gegnum rúðuna á leigubíl, en ég myndi vilja koma aftur. Landslagið er frábært líka. Ég hef reyndar líka bara séð það í gegnum rúðuna á leigubíl,“ skrifar Holt á Twitter. What a beautiful city Reykavik is. I've only seen the centre through the window of a taxi, sadly, but I'd love to come back. Scenery is amazing, too. I've mainly seen that through the window of a taxi as well.— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020 Í samtali við Vísi segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis að um tuttugu erlendir blaðamenn hafi komið hingað til lands til að fylgjast með leiknum. Sumir hafi lokið sóttkví en nokkrir aðrir hafi sótt um og fengið heimild til að fara í svokallaða aðlagaða sóttkví, þar sem fylgja þurfi sérstökum reglum, sem lesa má hér. Samkvæmt þeim þurfa blaðamennirnir almennt að fylgja sóttvarnarreglum í hvívetna en fá hins vegar leyfi til þess að sinna þeirri vinnu sem þeir komu hingað til lands að sinna, í þessu tilfelli landsleikur Íslands og Englands. Segir Holt að þetta leyfi hafi fengist á síðustu stundu en þó í tæka tíð. Yeah. We got a journalist's exemption to cover the game at the last minute but that means you have to go from airport to hotel to stadium and back to hotel so haven't seen anything of anything really. Except the match and the inside of my hotel room.— Oliver Holt (@OllieHolt22) September 5, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðadeild UEFA Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Ræddi íslenska liðið, leikinn í Nice ásamt ást sinni á land og þjóð Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, var í viðtali við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Þar fór hann yfir víðan völl. 5. september 2020 16:20 Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. 5. september 2020 15:35 Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Rikki G ræddi við Henry Winter, einn virtasta íþróttablaðamann Bretlandseyja, fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir Times Sport. 5. september 2020 11:30 Dorsett laus úr sóttkví: Heyrði af því að enska landsliðið vilji komast í Bláa lónið Sky Sports maðurinn Rob Dorsett hefur sagt frá raunum sínum í sóttkví á Íslandi á samfélagsmiðlum en hann ræddi líka við Henry Birgir Gunnarsson um ævintýri sín í Reykjavík. 4. september 2020 13:00 Íslendingarnir hræddir við þá og fátt nema hnetur og flögur að borða Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands. 2. september 2020 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ræddi íslenska liðið, leikinn í Nice ásamt ást sinni á land og þjóð Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Englands, var í viðtali við Rikka G fyrir leik Íslands og Englands. Þar fór hann yfir víðan völl. 5. september 2020 16:20
Segir að tapið gegn Íslandi muni alltaf sitja í leikmönnum enska liðsins Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, segir að tap Englands gegn Íslandi á EM 2016 muni alltaf sitja í ensku leikmönnunum sem spiluðu leikinn. 5. september 2020 15:35
Hrósar íslenska liðinu: Segir það bæði klókt og ástríðufullt Rikki G ræddi við Henry Winter, einn virtasta íþróttablaðamann Bretlandseyja, fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag. Winter starfar í dag fyrir Times Sport. 5. september 2020 11:30
Dorsett laus úr sóttkví: Heyrði af því að enska landsliðið vilji komast í Bláa lónið Sky Sports maðurinn Rob Dorsett hefur sagt frá raunum sínum í sóttkví á Íslandi á samfélagsmiðlum en hann ræddi líka við Henry Birgir Gunnarsson um ævintýri sín í Reykjavík. 4. september 2020 13:00
Íslendingarnir hræddir við þá og fátt nema hnetur og flögur að borða Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands. 2. september 2020 14:00