Skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning um handboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 13:15 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira