Hagræðingarkrafa á óvissutímum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. september 2020 15:00 Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hlutverk Reykjavíkurborgar er að standa ávallt vörð um og gæta að velferð borgarbúa og ekki síst við þær aðstæður sem nú eru uppi. Engu að síður á nú að klípa af velferðinni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem uppi eru vegna COVID-19. Velferðar, skóla og frístundasviði er ætlað að skera niður og hagræða um 0.5%. Í greinargerð með tillögu að rammaúthlutun segir borgarstjóri að ekki skuli, við þessar aðstæður, fara í niðurskurðtil þess að koma rekstri borgarinnar í jafnvægi. Borgarstjóri er sem sagt í mótsögn við sjálfan sig. Í velferðarráði þar sem ég sit sem aðalfulltrúi hef ég mótmælt þessu harðlega og kvatt velferðarráð og velferðarsvið að sætta sig ekki við hagræðingarkröfuna né nokkurn annan niðurskurð hvaða nöfnum sem hann kann að nefnast. Velferðarráð ber að standa vörð um velferð og vellíðan borgarbúa fyrst og síðast. Grunnþarfir borgaranna og vellíðan þeirra ekki hvað síst í þessum sérstökum aðstæðum se nú ríkja á að vera yfir alla pólitík hafin. Hagræðing núna er líkleg til að koma beint niður á þjónustunni. Ef eitthvað er þá ætti að bæta í til að tryggja að grunnþjónustan gangi hnökralaust. Sannarlega er heldur ekki tíminn til að hækka gjaldskrár aðrar en þær sem lúta að bættum launum þeirra lægst launuðu. Engu að síður stendur til að gera það þrátt fyrir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi mælst til, í ályktun sinni dags. 27. mars 2020, að haldið yrði aftur af öllum gjaldskrárhækkunum. Rekstur borgarinnar lengi verið undir væntingum Rekstur ýmissa málaflokka í Reykjavík hefur ekki gengið nógu vel. Það á helst við um þá málaflokka sem snúa að fagþjónustu við börn, eldri borgara, öryrkja og fátækt fólk. Ég vil minna „meirihlutann“ á loforðin sem standa í Meirihlutasáttmála þeirra. Þar segir m.a. eftirfarandi: Við ætlum að fara í markvissar aðgerðir til að draga úr kvíða barna á grunnskólaaldri, með heilsueflingu og með því að tryggja nauðsynlega sálfræðiþjónustu, til dæmis með endurskipulagningu þjónustunnar og í samstarfi við heilsugæslu (Úr Meirihlutasáttmála) Þetta hefur ekki gengið eftir. Biðlistar barna í flesta þjónustu hafa haldið áfram að lengjast síðustu misserin. Ekki er búið að formfesta samstarf við Þroska- og hegðunarstöð og heilsugæslu eins og borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til í borgarstjórn 21. apríl sl. Milli 600 og 700 börn bíða eftir fyrstu og frekari þjónustu fagaðila skóla, einna helst sálfræðiþjónustu. Tilvísanir til skólasálfræðinga munu aukast enn frekar nú á haustmisseri enda varð snörp fækkun í vor vegna röskunar á skólastarfi. Nýlega var afgreiddur sex mánaða árshlutareikningur Reykjavíkurborgar. Hann sýnir eins og búast mátti við að afkoma borgarinnar hefur stórversnað. Borgin var engan veginn nógu vel undirbúin til að mæta áfalli sem COVID-19 er, alla vega ekki þegar horft er til skuldastöðunnar. Auknar lántökur eru um 11 ma.kr. og hafa skuldir aukist um 33 ma.kr. á sl. 6 mánuðum. Í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jók borgin skuldir. Afkoma dótturfyrirtækja versnaði einnig. Í fjárhagsáætlun segir að mæta eigi tímabundnu tekjufalli með enn meiri lántöku. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvar varasjóður borgarinnar sé? Til hvers að eiga varasjóð ef ekki á að nota hann við svo fordæmalausar aðstæður sem nú ríkja? Fram kemur í greinargerð með fjárhagsáætlun að rýna á spár um fjárhagsaðstoð og gera áætlanir um að vinna komi í stað bóta. Flokkur fólksins minnir á að nú er atvinnuleysi í sögulegu hámarki vegna fjöldauppsagna fyrirtækja sem eru afleiðing COVID. Fólk er ekki á bótum af því það nennir ekki að vinna! Málið er að það er litla sem enga nýja vinnu að hafa. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun