Bretar og ESB deila enn á ný Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:02 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni. Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur varað Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, við því að brjóta gegn samkomulagi þeirra. Hún sagði það að samkomulaginu yrði framfylgt varðandi opin landamæri á Írlandi væri mikilvægt friði og stöðugleika á Írlandi og Norður-Írlandi. Bretar og ESB komust að samkomulagi um landamæri Írlands og Norður-Írlands í fyrra, eftir langar og erfiðar viðræður. Bretland fór formlega úr ESB þann 31. janúar og mun aðlögunartímabilinu ljúka um áramótin. Engir samningar hafa náðst um sambanda Bretlands og ESB í kjölfar þess. Til stendur að halda frekari viðræður um framtíðarsamband Bretlands og ESB í vikunni en þær hafa ekki gengið vel hingað til. I trust the British government to implement the Withdrawal Agreement, an obligation under international law & prerequisite for any future partnership. Protocol on Ireland/Northern Ireland is essential to protect peace and stability on the island & integrity of the single market.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) September 7, 2020 Meðal annars hefur verið deilt um sjávarútveg. Bretar vilja geta selt fisk sinn í ESB en sambandið vill aðgang að fiskimiðum Bretlands. Það segja Bretar ekki koma til greina. Bretar vilja einnig hafa aðgang að öryggisgagnagrunnum sem ríki ESB deila sín á milli. Það segja forsvarsmenn ESB að sé ekki í boði nema fyrir aðildarríki. Eins og áður er einnig deilt um landamæri Írlands og Norður-Írlands, eða landamæri Bretlands og ESB. Hvernig landamæra- og tolleftirliti yrði háttað var helsta deiluefnið í viðræðunum fyrir Brexit og virðist vera orðið það aftur. Boris Johnson hefur sagt að náist ekki samkomulag fyrir 15. október ættu báðar fylkingar að snúa sér að einhverju öðru, samkvæmt frétt BBC. Það er að viðskipti milli Bretlands og ESB færu eftir alþjóðlegum stöðlum. Johnson er sannfærður um að Bretland kæmi vel út úr því að viðræður myndu ekki nást. Fregnir dagsins hafa valdið því að breska pundið tapaði verðmæti gagnvart evrunni.
Brexit Bretland Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41