Fjögurra herbergja íbúðir með deilibílum og veislusal á 36,5 milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 11:56 Vesturhlið fyrsta hússins sem verið er að reisa í þorpinu. Runólfur Ágústsson Framkvæmdir eru vel á veg komnar við nýtt smáíbúðahverfi í Gufunesi, þar sem kaupendum bjóðast fjögurra herbergja íbúðir á 36 og hálfa milljón króna. Hverfið, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. Þorpið í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum í þrjú ár en framkvæmdir hófust nú í maí. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnið í átaki borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. „Við hófum framkvæmdir núna í maí og byrjuðum að reisa þriðju hæðina í fyrsta húsinu í gær, sem eru 45 íbúðir sem verða afhentar 1. júní næstkomandi. Þær eru seldar. Við erum að hefja annan áfanga núna í október, 65 íbúðir, og þær íbúðir munu uppfylla skilyrði nýju laganna um hlutdeildarlán,“ sagði Runólfur Ágústsson, forsvarsmaður verkefnisins í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Teikning Yrki arkítekta af þorpinu. Íbúðirnar eru litlar og staðlaðar, settar saman úr verksmiðjuframleiddum einingum frá Borgarnesi. Þá eru húsgögn og frá IKEA og um hönnunina sjá Yrki arkítektar. „Og við skerum niður alla milliliði. Við seljum sjálf í staðinn fyrir að selja á fasteignasölu. Og þetta gerir það að verkum að við erum að skila fjögurra herbergja íbúð á 36 og hálfri milljón. Hún er 65 fermetrar en líka með mjög mikilli sameign þannig að hver einasti fermetri nýtist,“ segir Runólfur. Útsýni úr íbúð 109 á jarðhæð.Runólfur Ágústsson „Herbergin eru í þeirri stærð sem þau þurfa að vera. Barnaherbergin eru tæpir átta fermetrar, sem er það pláss sem þarf. […] Í staðinn fyrir það að ganga inn í hjónaherbergið með hefðbundnum hætti eru tvær rennihurðir hvor sínum megin við rúmið. Það eru sjötíu sentímetrar fyrir framan rúmið annars sem sparast. Sem þýðir að við getum stækkað alrýmið um sjötíu sentímetra.“ Runólfur segir að meðalaldur kaupenda í þorpinu sé 27-28 ár. Framkvæmdin er byggð á hugmyndinni um „þorp í borg“ en miðpunktur hverfisins er sameign, sem íbúar geta allir nýtt sér. Sjónsteypugafl rammar inn húsið, sem á eftir að mála.Runólfur ágústsson „Hverfið er byggt í kringum sólríkt torg. […] Þar er „coworking-space“ [vinnurými], fólk getur mætt þar á daginn og unnið, kaffihús, veislusalur. Þar er líka þvottahús þar sem fólk getur mætt í stórþvott. Og það er líka ofvaxið pósthús. Ekki bara póstkassar heldur líka hólf fyrir fólk fyrir aðkeyptan mat og vörur á netinu. Síðan fylgja deilibílar þessum íbúðum og grænmetisgarðar. Handan götunnar eru 20-40 fermetrar grænmetisgarðar sem íbúar hafa aðgengi að og þar má byggja létta gróðurskála og vermireit og svo framvegis,“ segir Runólfur. Viðtalið við Runólf má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Loftmynd yfir þorpið í Gufunesi. Teikningar af húsunum í þorpinu. Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Framkvæmdir eru vel á veg komnar við nýtt smáíbúðahverfi í Gufunesi, þar sem kaupendum bjóðast fjögurra herbergja íbúðir á 36 og hálfa milljón króna. Hverfið, sem byggir á hugmyndinni um „þorp í borg“, mun státa af sólríku torgi, sameiginlegu vinnurými, veislusal, pósthúsi og deilibílum. Þorpið í Gufunesi hefur verið í burðarliðnum í þrjú ár en framkvæmdir hófust nú í maí. Um er að ræða stærsta einstaka verkefnið í átaki borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. „Við hófum framkvæmdir núna í maí og byrjuðum að reisa þriðju hæðina í fyrsta húsinu í gær, sem eru 45 íbúðir sem verða afhentar 1. júní næstkomandi. Þær eru seldar. Við erum að hefja annan áfanga núna í október, 65 íbúðir, og þær íbúðir munu uppfylla skilyrði nýju laganna um hlutdeildarlán,“ sagði Runólfur Ágústsson, forsvarsmaður verkefnisins í viðtali í Bítínu á Bylgjunni í morgun. Teikning Yrki arkítekta af þorpinu. Íbúðirnar eru litlar og staðlaðar, settar saman úr verksmiðjuframleiddum einingum frá Borgarnesi. Þá eru húsgögn og frá IKEA og um hönnunina sjá Yrki arkítektar. „Og við skerum niður alla milliliði. Við seljum sjálf í staðinn fyrir að selja á fasteignasölu. Og þetta gerir það að verkum að við erum að skila fjögurra herbergja íbúð á 36 og hálfri milljón. Hún er 65 fermetrar en líka með mjög mikilli sameign þannig að hver einasti fermetri nýtist,“ segir Runólfur. Útsýni úr íbúð 109 á jarðhæð.Runólfur Ágústsson „Herbergin eru í þeirri stærð sem þau þurfa að vera. Barnaherbergin eru tæpir átta fermetrar, sem er það pláss sem þarf. […] Í staðinn fyrir það að ganga inn í hjónaherbergið með hefðbundnum hætti eru tvær rennihurðir hvor sínum megin við rúmið. Það eru sjötíu sentímetrar fyrir framan rúmið annars sem sparast. Sem þýðir að við getum stækkað alrýmið um sjötíu sentímetra.“ Runólfur segir að meðalaldur kaupenda í þorpinu sé 27-28 ár. Framkvæmdin er byggð á hugmyndinni um „þorp í borg“ en miðpunktur hverfisins er sameign, sem íbúar geta allir nýtt sér. Sjónsteypugafl rammar inn húsið, sem á eftir að mála.Runólfur ágústsson „Hverfið er byggt í kringum sólríkt torg. […] Þar er „coworking-space“ [vinnurými], fólk getur mætt þar á daginn og unnið, kaffihús, veislusalur. Þar er líka þvottahús þar sem fólk getur mætt í stórþvott. Og það er líka ofvaxið pósthús. Ekki bara póstkassar heldur líka hólf fyrir fólk fyrir aðkeyptan mat og vörur á netinu. Síðan fylgja deilibílar þessum íbúðum og grænmetisgarðar. Handan götunnar eru 20-40 fermetrar grænmetisgarðar sem íbúar hafa aðgengi að og þar má byggja létta gróðurskála og vermireit og svo framvegis,“ segir Runólfur. Viðtalið við Runólf má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Loftmynd yfir þorpið í Gufunesi. Teikningar af húsunum í þorpinu.
Húsnæðismál Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00 Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24 Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. 4. september 2020 19:00
Lækka verð á íbúðum um 700 þúsund krónur Vistfélagið Þorpið úthlutaði í dag fyrstu íbúðum sínum í Gufunesi. Verð íbúðanna lækkaði um 700 þúsund krónur að meðaltali, miðað við það sem áður var auglýst fyrir umsækjendum um íbúðirnar. Þrír umsækjendur voru um hverja íbúð. 2. júlí 2020 12:24
Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“ Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar. 2. júní 2020 20:30