Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða mál egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2020 12:37 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór í morgun fram á fund í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til þess að ræða fyrirhugaðan brottflutning sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi en fólkið hefur dvalið á Íslandi í meira en tvö ár. Fjallað var um mál fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hjónin Doaa og Ibrahim komu hingað til lands sumarið 2018 ásamt börnunum sínum fjórum og sóttu um alþjóðlega vernd. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptaland vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. „Einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni sé ólögleg, siðferðislega röng og ómannúðleg. Þá kvaðst hann ítrekað á síðustu árum hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðug úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu,“ sagði Magnús. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Svaraði ekki beint fyrir mál fjölskyldunnar Í viðtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun benti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, á fyrrnefnda ákvörðun stjórnvalda að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist of lengi. „Síðan hefur Covid-19 auðvitað haft einhver áhrif eins og við erum að sjá á frestun mála,“ sagði Áslaug. En hvað finnst þér um mál barnafjölskyldunnar sem hefur verið hér í 25 mánuði, börnin farin að tala íslensku reiprennandi og það er verið að vísa þeim úr landi? „Við höfum auðvitað tekið afgerandi ákvarðanir er varðar Covid, varðandi verndarmál og lengd dvalarleyfa og fleira af því við vitum auðvitað að Covid-19 er að hafa víðtæk áhrif á ýmislegt eins og þessi mál. Þetta þarf auðvitað að skoða áfram. Við erum auðvitað líka með kærunefnd útlendingamála sem er sjálfstæð úrskurðarnefnd og höfum skýra tímafresti og höfum stytt þá sérstaklega er varðar fjölskyldur með börn svo það einmitt gerist ekki að fólk verði hér í of langan tíma því við viljum bæði að kerfið okkar sé mannúðlegt og skilvirkt,“ sagði ráðherra. Er þetta þá jafnvel fortíðarvandi sem kemur fram núna en verður ekki svona í framtíðinni? „Það er erfitt að segja til um það. Það eru svo mismunandi hópar sem hingað leita og við erum alltaf að reyna að aðlaga kerfið okkar að því að bæði svara innan eðlilegs tímamarks og gefa þeim vernd sem hingað leita og þurfa á henni að halda,“ sagði Áslaug en viðtal Berghildar Erlu Bernharðsdóttur, fréttamanns, við hana um málið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við dómsmálaráðherra um mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira