Tveir af hverjum þremur bílum þurfi að vera hreinorkubílar fyrir 2030 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. september 2020 14:53 Páll Erland er framkvæmdastjóri Samorku. Samorka/Skjáskot Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Þetta kom fram á rafrænum ársfundi Samorku, samtökum orku-og veitufyrirtækja á Íslandi, þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar greiningar um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030. Niðurstöðurnar byggja á nýrri rannsókn um hleðslu rafbíla sem gerð var með þáttöku 200 rafbílaeigenda og stóð yfir í heilt ár. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir greininguna gefa mikilvægar upplýsingar um það sem búast megi við þegar rafbílum fjölgar með tilheyrandi álagi á raforkuinnviði landsins. „Eftir því sem rafbílunum fjölgar þá má segja að álagið jafnist út, sem er hluti af því sem rekendur flutnings- og dreifikerfa hafa áhyggjur af. Þarna er áfram stórt verkefni vegna þess að þegar kemur nær heimilunum þá er álagið að aukast talsvert mikið og jafnvel þrefalt í einhverjum götum. Það kallar auðvitað á einhverjar góðar leiðir til þess að halda áfram að þjóna rafbílaeigendum vel. Það sem máli skiptir þá eru alls kyns tól og tæki eins og að styrkja kerfið en líka álagsstýring þannig að hleðslan dreifist betur í sólarhringnum þannig að það séu ekki allir að hlaða í einu og snjalllausnir ýmiss konar sem eru í boði til að takast á við þetta og þetta getum við gert til þess að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum ef við höldum bara vel á spilunum.“ Ísland hefur mikið verk fyrir höndum en minnka þarf losun í vegasamgöngum um 37% fyrir árið 2030. „Það þýðir, samkvæmt okkar greiningu að tveir af hverjum þremur bílum á götunni verði að vera orðnir hreinorkubílar. Það er auðvitað stórt verkefni en góðu fréttirnar eru að Ísland er lagt af stað í rafbílavæðinguna og er þegar komið á meðal fremstu landa og er í öðru sæti á eftir Noregi.“ Páll segir augljóst að uppbygging raforkuinnviða sem og ívilnanir stjórnvalda til handa eigendum grænna farartækja skili miklum árangri. „Og svo fjölbreytileikinn sem umboðin eru að bjóða upp á af bílum til að mæta þörfum almennings og síðast en ekki síst bílaeigendurnir sjálfir sem eru að grípa tækifærið og átta sig á því að með því að vera á rafbíl eru þeir ekki bara að losna við mengunina heldur eru þeir líka að fá algjörlega frábær og hagkvæm farartæki.“ Orkuskipti í samgöngum á landi ganga ágætlega að sögn Páls en nokkuð vantar upp á í orkuskiptum á hafi og í lofti. „Orkuskipti í samgöngum snúa ekki bara að bílum heldur líka skipum og flugvélum. Þar er tæknin ekki orðin markaðsvara en orkuveitufyrirtækin eru nú þegar, sjálf eða í samstarfi við aðra, að feta þau spor að bjóða upp á slíka orkugjafa sem þá munu vera nauðsynlegir með rafmagninu, til dæmis vetni, metan og lífdisel.“ Páll kvaðst vongóður um að árangur náist í loftslagsmálum á Íslandi. „Góðu fréttirnar eru þær að við höfum þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti, við Íslendingar, þannig að ef við horfum á hlutfall allrar orku sem við notum innanlands og sleppum þá millilandaflugi og farskipunum þá erum við orðin 91% græn þannig að viðfangsefnið og tækifærið felst þá í því að komast upp í 100%.“ Vistvænir bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tveir af hverjum þremur bílum í umferðinni þurfa að vera orðnir hreinorkubílar fyrir árið 2030 svo Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Það kallar á um þrjú hundruð MW aukalega en það samsvarar orkuþörf um tveggja meðalstórra virkjana. Þetta kom fram á rafrænum ársfundi Samorku, samtökum orku-og veitufyrirtækja á Íslandi, þar sem kynntar voru niðurstöður nýrrar greiningar um orku- og aflþörf fyrir orkuskipti í samgöngum hér á landi fyrir árið 2030. Niðurstöðurnar byggja á nýrri rannsókn um hleðslu rafbíla sem gerð var með þáttöku 200 rafbílaeigenda og stóð yfir í heilt ár. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, segir greininguna gefa mikilvægar upplýsingar um það sem búast megi við þegar rafbílum fjölgar með tilheyrandi álagi á raforkuinnviði landsins. „Eftir því sem rafbílunum fjölgar þá má segja að álagið jafnist út, sem er hluti af því sem rekendur flutnings- og dreifikerfa hafa áhyggjur af. Þarna er áfram stórt verkefni vegna þess að þegar kemur nær heimilunum þá er álagið að aukast talsvert mikið og jafnvel þrefalt í einhverjum götum. Það kallar auðvitað á einhverjar góðar leiðir til þess að halda áfram að þjóna rafbílaeigendum vel. Það sem máli skiptir þá eru alls kyns tól og tæki eins og að styrkja kerfið en líka álagsstýring þannig að hleðslan dreifist betur í sólarhringnum þannig að það séu ekki allir að hlaða í einu og snjalllausnir ýmiss konar sem eru í boði til að takast á við þetta og þetta getum við gert til þess að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum ef við höldum bara vel á spilunum.“ Ísland hefur mikið verk fyrir höndum en minnka þarf losun í vegasamgöngum um 37% fyrir árið 2030. „Það þýðir, samkvæmt okkar greiningu að tveir af hverjum þremur bílum á götunni verði að vera orðnir hreinorkubílar. Það er auðvitað stórt verkefni en góðu fréttirnar eru að Ísland er lagt af stað í rafbílavæðinguna og er þegar komið á meðal fremstu landa og er í öðru sæti á eftir Noregi.“ Páll segir augljóst að uppbygging raforkuinnviða sem og ívilnanir stjórnvalda til handa eigendum grænna farartækja skili miklum árangri. „Og svo fjölbreytileikinn sem umboðin eru að bjóða upp á af bílum til að mæta þörfum almennings og síðast en ekki síst bílaeigendurnir sjálfir sem eru að grípa tækifærið og átta sig á því að með því að vera á rafbíl eru þeir ekki bara að losna við mengunina heldur eru þeir líka að fá algjörlega frábær og hagkvæm farartæki.“ Orkuskipti í samgöngum á landi ganga ágætlega að sögn Páls en nokkuð vantar upp á í orkuskiptum á hafi og í lofti. „Orkuskipti í samgöngum snúa ekki bara að bílum heldur líka skipum og flugvélum. Þar er tæknin ekki orðin markaðsvara en orkuveitufyrirtækin eru nú þegar, sjálf eða í samstarfi við aðra, að feta þau spor að bjóða upp á slíka orkugjafa sem þá munu vera nauðsynlegir með rafmagninu, til dæmis vetni, metan og lífdisel.“ Páll kvaðst vongóður um að árangur náist í loftslagsmálum á Íslandi. „Góðu fréttirnar eru þær að við höfum þegar farið í gegnum tvenn orkuskipti, við Íslendingar, þannig að ef við horfum á hlutfall allrar orku sem við notum innanlands og sleppum þá millilandaflugi og farskipunum þá erum við orðin 91% græn þannig að viðfangsefnið og tækifærið felst þá í því að komast upp í 100%.“
Vistvænir bílar Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira