Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2020 18:59 Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir um sjötíu starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þeirra fjölmörgu verkefna sem unnini séu hjá stofnuninni. Stöð 2/Baldur Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15
Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30