Í síðasta þætti af Tala Saman á Stöð 2 hitti Lóa Björk leikarann Hilmar Snæ sem er ungur og upprennandi og nýfluttur heim til Íslands frá London.
Hann flytur með sér nýja og ferska sýn á leikhúsið en þessa dagana vinnur hann að gerð sviðslistaverks Í Tjarnabíói.
Hilmar segist hafa flutt aftur til landsins til að komast aftur í tær við ræturnar til þess að kynnast sér betur.
Lóa hafði orð á því að hreyfingar Hilmars væru nokkuð kynferðislegar í verkinu en hann hafnaði því heldur betur.
Í myndbrotinu hér að neðan er hægt að kynnast Hilmari Snæ betur þar sem hann fer einmitt yfir sviðslistaverkið, sem má segja að sé nokkuð skrautlegt. Þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum, strax á eftir Íslandi í dag.