Bíll fór á hliðina eftir árekstur tveggja bíla við gatnamót Flókagötu og Snorrabrautar í morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er sjúkra- og slökkvilið enn að störfum á staðnum, en að svo virðist sem að einungis hafi verið um minniháttar meiðsli að ræða.
Áreksturinn varð um klukkan 8:15 í morgun.
