Kanntu brauð að baka? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 10. september 2020 10:30 Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi verður til víðfeðmt sveitarfélag með fjóra ólíka byggðakjarna. Þessi samfélög munu halda í sína sérstöðu en framundan er að samþætta og samræma margt sem enn liggur ekki fyrir hvernig á að framkvæma, það er í höndum næstu sveitarstjórnar. Stefnumótun og framtíðarsýn er eitt það mikilvægasta sem kjörnir fulltrúar þurfa að horfa til á næsta kjörtímabili. Við bökum nefnilega yfirleitt kökur eftir uppskriftum. Fjármál á tímum COVID Ábyrg fjármálastefna skiptir öllu máli fyrir nýja sveitarfélagið. Staðreyndin er sú að það verður hægara sagt en gert að ná utan um heildarfjármál þess þar sem sameiningin á sér stað á tímum Covid-19. Það er stærsti óvissuþátturinn þegar kemur að næsta vetri. Auðlegð í starfsfólkinu Það sem er mikilvægast er að sameiningin sjálf heppnist vel, að kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins vinni vel þá gríðarlega miklu og mikilvægu vinnu að sameina sveitarfélögin. Kjörnir fulltrúar þurfa því að taka margar stefnumótandi ákvarðanir um stóra sem smáa þætti er varða framtíðina. Það þarf að tryggja að stjórnsýslan fái það svigrúm og stuðning sem hún þarf til að vinna verkin sem framundan eru, undir styrkri leiðsögn þeirra sem hafa til þess lýðræðislegt umboð. Til að taka góðar stefnumótandi ákvarðanir þarf samtal, samtal við kjósendur og starfsfólk sveitarfélagsins. Við vitum það nefnilega að nýja sveitarfélagið hefur á að skipa öflugu starfsfólki með mikla reynslu. Það að skapa góðan vinnuanda og gott starfsumhverfi fyrir þau er grundvallaratriði . Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana. Höfundur er viðskiptalögfræðingur með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst. Hún skipar 3. sæti lista Framsóknarfélags Múlaþings til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Djúpivogur Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi verður til víðfeðmt sveitarfélag með fjóra ólíka byggðakjarna. Þessi samfélög munu halda í sína sérstöðu en framundan er að samþætta og samræma margt sem enn liggur ekki fyrir hvernig á að framkvæma, það er í höndum næstu sveitarstjórnar. Stefnumótun og framtíðarsýn er eitt það mikilvægasta sem kjörnir fulltrúar þurfa að horfa til á næsta kjörtímabili. Við bökum nefnilega yfirleitt kökur eftir uppskriftum. Fjármál á tímum COVID Ábyrg fjármálastefna skiptir öllu máli fyrir nýja sveitarfélagið. Staðreyndin er sú að það verður hægara sagt en gert að ná utan um heildarfjármál þess þar sem sameiningin á sér stað á tímum Covid-19. Það er stærsti óvissuþátturinn þegar kemur að næsta vetri. Auðlegð í starfsfólkinu Það sem er mikilvægast er að sameiningin sjálf heppnist vel, að kjörnir fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins vinni vel þá gríðarlega miklu og mikilvægu vinnu að sameina sveitarfélögin. Kjörnir fulltrúar þurfa því að taka margar stefnumótandi ákvarðanir um stóra sem smáa þætti er varða framtíðina. Það þarf að tryggja að stjórnsýslan fái það svigrúm og stuðning sem hún þarf til að vinna verkin sem framundan eru, undir styrkri leiðsögn þeirra sem hafa til þess lýðræðislegt umboð. Til að taka góðar stefnumótandi ákvarðanir þarf samtal, samtal við kjósendur og starfsfólk sveitarfélagsins. Við vitum það nefnilega að nýja sveitarfélagið hefur á að skipa öflugu starfsfólki með mikla reynslu. Það að skapa góðan vinnuanda og gott starfsumhverfi fyrir þau er grundvallaratriði . Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana. Höfundur er viðskiptalögfræðingur með MLM gráðu í forystu og stjórnun frá Bifröst. Hún skipar 3. sæti lista Framsóknarfélags Múlaþings til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun