Sóknarprestur Selfosskirkju með regnbogalitaða hárkollu í fermingarmessu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. september 2020 13:00 Guðbjörg Arnardóttir er starfandi sóknarprestur í Selfosskirkju og segist hún oft taka með sér einhvernskonar leikmuni þegar hún heldur ræður í kirkjunni til þess að vekja athygli á boðskapnum. Mynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson „Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær. Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
„Ég geri þetta rosalega oft, tek með mér einhverja leikmuni þegar ég held ræður. Mér finnst það sérstaklega eiga við í fermingarræðum,“ segir séra Guðbjörg Arnardóttir í samtali við Vísi. Guðbjörg vakti kátínu fermingarbarna og kirkjugesta í fermingarmessu síðust helgi sem haldin var í Selfosskirkju en Guðbjörg setti upp trúðahárkollu í regnbogalitunum í lok ræðu sinnar til fermingarbarnanna. Regnbogalitinn segir Guðbjörg ekki bara vera tákn fyrir fjölbreytileikann og réttindabaráttu heldur einnig vera gamalt trúarlegt tákn kærleika og samstöðu. Aðsend mynd „Unglingar eru svo frábært fólk og það er svo mikilvægt að þau fái þau skilaboð frá kirkjunni að þau eigi að elska sig eins og þau eru. Þau eru svo allskonar, eins og regnboginn. Þau hafa sterkar skoðanir og ólíkar, en eru öll jafn mikilvæg,“ segir Guðbjörg og bætir því við að með þessu hafi hún viljað senda þau skilaboð til ungmennanna að þau eigi að standa með sjálfum sér eins og þau eru. Regnboginn hefur verið áberandi sem tákn fjölbreytileikans og segir Guðbjörg það þó ekki einu ástæðuna fyrir því að hún hafi valið regnbogalitinn. Mér finnst mikilvægt að unglingar sjáiað þau geti verið ein heild þó svo að þau séu ólík. Regnboginn er fallegur því hann hefur alla þessa ólíku liti. Einnig er regnboginn gamalt trúarlegt tákn og hefur verið notað sem kærleikstákn guðs til mannkynsins. Hann er því ekki bara tákn fjölbreytileika og réttindabaráttu, heldur líka tákn kærleika og samstöðu. Markmiðið með því að setja upp hárkolluna segir Guðbjörg ekki bara hafa verið það að fá bros á andlitin heldur hafi hún gert þetta í fullri einlægni. „Krakkarnir brostu auðvitað að þessu athæfi mínu og fannst þetta fyndið, en það er líka alveg í lagi. Unglingar verða oft vandræðalegir þegar fullorðnir gera eitthvað svona en það er allavega ekki eins vandræðalegt eins og þegar foreldrar gera eitthvað svona. Ég hugsa að börnin mín séu fegin að hafa ekki verið í kirkjunni,“ segir Guðbjörg og hlær.
Trúmál Hinsegin Þjóðkirkjan Árborg Fermingar Tengdar fréttir Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00 Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Íslenskur tvíkynhneigður prestur slær í gegn á TikTok Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri hefur að undanförnu vakið töluverða athygli fyrir að nýta sér samfélagsmiðilinn TikTok í starfi sínu, en hann byrjaði á miðlinum til að hafa ofan af fyrir sér og börnunum sínum þremur í samkomubanninu í vor. 24. ágúst 2020 11:00
Kirkjan segir Krist ekki bara fyrir hvíta gagnkynhneigða karlmenn Sviðsstjóri fræðslusviðs þjóðkirkjunnar stígur fram og útskýrir hugmyndafræðina að baki hinum afar umdeilda Trans-Jesú. 7. september 2020 15:22