Árborg
Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki
Varaformaður Ungra Framsóknarmanna segir húsnæðismál og efnahagsmál vera efst á baugi hjá ungu fólki í flokknum um þessar mundir. Ungt fólk vilji ekki búa heima hjá mömmu og pabba til þrítugsaldurs og að það sé ótrúlega dýrt að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur í dag.
Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka
Hjónin Magnús Karel Hannesson og Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka eru handhafar menningarverðlaun Árborgar fyrir árið í ár, en þau hafa á undanförnum áratugum auðgað menningarlíf í sveitarfélaginu svo sómi er að. Þau eru líka ný búin að gefa um bók um „Horfin hús á Eyrarbakka og þróun byggðarinnar frá 1878 til 1960”.
Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall
Maður á Selfossi lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fengið alvarlegt heilablóðfall árið 2007 og lamaðist hægra megin. Nú málar hann myndir á fullu krafti með vinstri hendi en hann var rétthentur fyrir áfall.
„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“
Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró.
Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar
Hjónin Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson hlutu menningarviðurkenningu Árborgar árið 2025. Þau hafa eflt menningarlíf Eyrarbakka síðustu áratugi með ljósmyndasýningum, sögugöngum, bókaútgáfu og rekstri Laugabúðar.
Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins
Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum.
Sextíu fermetrar og fagurrautt
Við Norðurgötu í Tjarnabyggð, í sveitarfélaginu Árborg, stendur sextíu fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1894. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og var flutt í Tjarnabyggð árið 2023. Ásett verð er 61,9 milljónir króna.
Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi
Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt.
Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus
Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun.
Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga
Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.
Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum
Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi.
Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald
Maður sem grunaður er um ítrekaðar íkveikjur í fjölbýlishúsi á Selfossi var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar.
Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi
Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nokkrar íkveikjur á Selfossi. Hann var handtekinn fyrr í vikunni.
Meintur brennuvargur í haldi lögreglu
Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum.
Lítill skjálfti við Ingólfsfjall
Lítill jarðskjálfti, 2,3 að stærð, varð við Ingólfsfjall um korter yfir átta í kvöld. Skjálftinn fannst meðal annars vel á Selfossi.
Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi
Eldur kviknaði í Nytjamarkaðinum á Selfossi rétt fyrir klukkan tólf.
Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig
Íslenskir þjóðbúningar eru í mikilli tísku um þessar mundir enda mikil aðsókn að allskonar þjóðbúningasaumanámskeiðum. 23 ára strákur á Akureyri, sem hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig segir fátt skemmtilegra en að sitja við saumavélina og sauma búninga.
Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag
Skrúðganga í þjóðbúningum í fylgd fornbíla verður einn af hápunktum dagsins á Eyrarbakka í dag því þar stendur Þjóðbúningafélag Íslands og Byggðasafnið á staðnum fyrir hátíðin, sem nefnist „Þjóðbúningar og skart“.
Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum
Reynir Bergmann fór í hjartastopp eftir mikla steraneyslu og var haldið sofandi í öndunarvél. Haldinn ranghugmyndum reyndi hann ítrekað að flýja af spítalanum. Áfallið tók á alla fjölskylduna og er Reynir enn hræddur við að deyja í svefni. Erfiðast var þó fyrir móður hans að vaka yfir öðru barni sínu í öndunarvél.
Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað
Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar.
Leit að meintum brennuvargi engu skilað
Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.
Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka hefur eignast glæsilegan bíl en um er að ræða sögulegan fornbíl með númerinu ÁR – 67. Bílinn er oftast nefndur „Gistihúsabílinn á Eyrarbakka“ en hann er Ford B módel árgerð 1930, vörubíll með farþegaboddí.
Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi
Lögregla á Suðurlandi var kölluð út eftir að vörubíl var ekið á grindverk fyrir framan Krónuna við Austurveg á Selfossi snemma í morgun.
Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið
Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega.
Árborg - spennandi kostur fyrir öll
Byggjum upp samfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir alla – óháð aldri, kyni, færni eða menntun.
Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg
Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref.
Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara
Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér.
Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best
Um 24 þúsund manns eru nú á örorkubótum á Íslandi og þar af eru um 40% konur 60 ára og eldri. Nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi var til umræðu á fundi Samfylkingarinnar í dag og einnig fór fram flokksstjórnarfundur á Hellu.
„Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“
Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs.
Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum
Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur.