Heimsborgarar á Austurlandi Guðrún Schmidt skrifar 10. september 2020 13:00 Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun