Loftbrú eru loftfimleikar með almannafé Björn Leví Gunnarsson skrifar 11. september 2020 10:30 Hin svokallaða Loftbrú, eða niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa ákveðið langt frá höfuðborgarsvæðinu, er gríðarleg sóun á almannafé. Það sem meira er: Það er ekkert sem tryggir að Loftbrúin fljúgi ofan í vasa almennings. Loftbrúin er yfirleitt útskýrð á þann hátt að hún geri fólki auðveldara að sækja þá þjónustu sem það þarfnast til höfuðborgarsvæðisins. Hið augljósa er hins vegar að Loftbrúin er í raun bara styrkur til flugfélaga innanlands. Það er þannig ekkert í hendi um að niðurgreiðslan gagnist farþegum. Allar líkur eru þess vegna á, til lengri tíma, að miðaverð hækki einfaldlega um þá upphæð sem er niðurgreidd af ríkinu, nákvæmlega eins og húsaleigubætur hækka leiguverð. Flugfélög innanlands eiga vissulega við vanda að etja. Það er hins vegar margt hægt að gera til þess að minnka kostnað fyrir flugfélögin áður en ríkið kemur með mótframlag á miðakaupum. Smári McCarthy fór vel yfir atriði sem væri hægt að huga að fyrst; svo sem „óeðlilegum kostnaði við eftirlit, leyfisveitingum, þungum lendingargjöldum, stöðugjöldum, flugleiðsögugjöldum, og svo jafnvel að aðlaga virðisaukaskatt og annað.“ Völdin heim í hérað Þegar þetta mál var afgreitt í gegnum fjárlög kom fram að einn og hálfur milljarður á ári ætti að fara í þetta þegar allt kæmi til alls. Ég spurði strax: Af hverju er þessi eini og hálfi milljarður ekki notaður til þess að byggja upp aðstöðu um allt land til þess að geta sinnt þeirri þjónustu í heimabyggð sem fólk leitar eftir á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju er verið að ýta undir miðstýringu frá suðvesturhorninu enn einu sinni? Af hverju bjóða hinir sjálfskipuðu „landsbyggðarflokkar“ landsmönnum upp á þetta? Þessir flokkar hafa verið við stjórn meira og minna alltaf - og hver er niðurstaðan? Núverandi ástand. Viljum við að núverandi ástand sé flöskuháls á höfuðborgarsvæðinu? Nú þegar þetta mál er að komast til framkvæmda er búist við að kostnaðurinn verði um 600 milljónir á ári. Niðurgreiddar ferðir eru ekki eins margar og reiknað var með í upphafi, án þess að við höfum fengið að sjá rökstuðning fyrir því, ekki frekar en upphaflega áætlaðan fjölda ferða. Hvað sem því líður stendur eftir sú staðreynd að það má gera þó nokkuð fyrir 600 milljónir á ári í uppbyggingu þjónustuinnviða. Við verðum að fara að hugsa byggðamál upp á nýtt. Hvaða þjónusta er nauðsynleg í heimabyggð eða innan hvers atvinnusvæðis? Hvað þarf að gera til þess að auka þá þjónustu og gera hana skilvirkari? Í stað þess að sætta sig bara við þá þróun sem hefur orðið þá þurfum við að spyrja okkur hvað þarf að gera til þess að geta gert þetta betur. Píratar hafa spurt sig að því oft og mörgum sinnum og svörin eru fjölmörg. Mikilvægasta svarið felst í því að sveitarfélög eru alla jafna undirfjármögnuð miðað við þá þjónustu sem þeim er gert að sinna samkvæmt lögum. Það þarf að laga - og ekki bara með því að hækka tekjuskattsútsvar eða setja meira í einhvern jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Vandinn er djúpstæðari en svo. Núverandi kerfi hvetur nefnilega til ákveðinnar uppbyggingarstefnu sem er hvorki sjálfbær né holl fyrir sveitarfélögin. Verið rík, búið stórt og ekki biðja um neitt Í dag fá sveitarfélögin tekjur í gegnum tekjuskatt einstaklinga og með fasteignagjöldum. Önnur gjöld eru nefskattar sem renna beint í ákveðin verkefni eins og holræsagjald, leikskólagjöld og þess háttar. Til þess að sinna almennum lögbundum verkefnum eins og rekstri grunnskóla hafa sveitarfélög bara útsvar og fasteignagjöld. Það þýðir að sveitarfélagið vill helst að þau sem búa í sveitarfélaginu hafi sem hæstar tekjur og búi í stórum húsum - en þiggi ekki þjónustu af sveitarfélaginu. Það þýðir líka að einu tekjurnar sem sveitarfélögin hafa af atvinnustarfsemi eru gjöld af því húsnæði sem sú atvinnustarfsemi notar. Þess vegna er stóriðjan svo mikilvæg víða, það er mikil búbót að fá risastórt húsnæði þó störfin sem eru þar á bak við séu fá. Fasteignagjöldin eru há en vinnustaðurinn þarf hins vegar hlutfallslega litla þjónustu frá sveitarfélaginu á móti. Allir hljóta að sjá hvað þetta eru óheilbrigðir hvatar til atvinnuuppbyggingar Loftbrú ekki lausnin Lausnin er fjölbreyttara útsvar sveitarfélaga. Að sveitarfélög fái útsvarshlutfall af virðisaukaskatti, fjármagnstekjum og fyrirtækjaskatti. Það myndi þýða að sveitarfélög fengju tekjur af starfsemi fyrirtækja sem eru ekki einu sinni með höfuðstöðvar í viðkomandi sveitarfélagi. Það myndi þýða að ferðamenn sem versla mjólk í búðinni borga útsvar til sveitarfélagsins. Það myndi þýða að atvinnuþróun sveitarfélaga myndi taka stakkaskiptum þar sem fleiri og smærri fyrirtæki myndu skila meiru til nærsamfélagsins en færri og stærri. Afleiðingin af því væri betri þjónusta og minni þörf á flugi til höfuðborgarinnar eftir miðstýrðu þjónustunni. Kannski er það þess vegna sem sú leið var ekki farin. Kannski vilja þessir plat-landsbyggðarflokkar bara geta flogið fram og til baka út á land? Nýta sér skort á þjónustu sem afsökun fyrir því að styrkja flugið, í staðinn fyrir að efla þjónustu um allt land? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Alþingi Björn Leví Gunnarsson Fréttir af flugi Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Hin svokallaða Loftbrú, eða niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa ákveðið langt frá höfuðborgarsvæðinu, er gríðarleg sóun á almannafé. Það sem meira er: Það er ekkert sem tryggir að Loftbrúin fljúgi ofan í vasa almennings. Loftbrúin er yfirleitt útskýrð á þann hátt að hún geri fólki auðveldara að sækja þá þjónustu sem það þarfnast til höfuðborgarsvæðisins. Hið augljósa er hins vegar að Loftbrúin er í raun bara styrkur til flugfélaga innanlands. Það er þannig ekkert í hendi um að niðurgreiðslan gagnist farþegum. Allar líkur eru þess vegna á, til lengri tíma, að miðaverð hækki einfaldlega um þá upphæð sem er niðurgreidd af ríkinu, nákvæmlega eins og húsaleigubætur hækka leiguverð. Flugfélög innanlands eiga vissulega við vanda að etja. Það er hins vegar margt hægt að gera til þess að minnka kostnað fyrir flugfélögin áður en ríkið kemur með mótframlag á miðakaupum. Smári McCarthy fór vel yfir atriði sem væri hægt að huga að fyrst; svo sem „óeðlilegum kostnaði við eftirlit, leyfisveitingum, þungum lendingargjöldum, stöðugjöldum, flugleiðsögugjöldum, og svo jafnvel að aðlaga virðisaukaskatt og annað.“ Völdin heim í hérað Þegar þetta mál var afgreitt í gegnum fjárlög kom fram að einn og hálfur milljarður á ári ætti að fara í þetta þegar allt kæmi til alls. Ég spurði strax: Af hverju er þessi eini og hálfi milljarður ekki notaður til þess að byggja upp aðstöðu um allt land til þess að geta sinnt þeirri þjónustu í heimabyggð sem fólk leitar eftir á höfuðborgarsvæðinu? Af hverju er verið að ýta undir miðstýringu frá suðvesturhorninu enn einu sinni? Af hverju bjóða hinir sjálfskipuðu „landsbyggðarflokkar“ landsmönnum upp á þetta? Þessir flokkar hafa verið við stjórn meira og minna alltaf - og hver er niðurstaðan? Núverandi ástand. Viljum við að núverandi ástand sé flöskuháls á höfuðborgarsvæðinu? Nú þegar þetta mál er að komast til framkvæmda er búist við að kostnaðurinn verði um 600 milljónir á ári. Niðurgreiddar ferðir eru ekki eins margar og reiknað var með í upphafi, án þess að við höfum fengið að sjá rökstuðning fyrir því, ekki frekar en upphaflega áætlaðan fjölda ferða. Hvað sem því líður stendur eftir sú staðreynd að það má gera þó nokkuð fyrir 600 milljónir á ári í uppbyggingu þjónustuinnviða. Við verðum að fara að hugsa byggðamál upp á nýtt. Hvaða þjónusta er nauðsynleg í heimabyggð eða innan hvers atvinnusvæðis? Hvað þarf að gera til þess að auka þá þjónustu og gera hana skilvirkari? Í stað þess að sætta sig bara við þá þróun sem hefur orðið þá þurfum við að spyrja okkur hvað þarf að gera til þess að geta gert þetta betur. Píratar hafa spurt sig að því oft og mörgum sinnum og svörin eru fjölmörg. Mikilvægasta svarið felst í því að sveitarfélög eru alla jafna undirfjármögnuð miðað við þá þjónustu sem þeim er gert að sinna samkvæmt lögum. Það þarf að laga - og ekki bara með því að hækka tekjuskattsútsvar eða setja meira í einhvern jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Vandinn er djúpstæðari en svo. Núverandi kerfi hvetur nefnilega til ákveðinnar uppbyggingarstefnu sem er hvorki sjálfbær né holl fyrir sveitarfélögin. Verið rík, búið stórt og ekki biðja um neitt Í dag fá sveitarfélögin tekjur í gegnum tekjuskatt einstaklinga og með fasteignagjöldum. Önnur gjöld eru nefskattar sem renna beint í ákveðin verkefni eins og holræsagjald, leikskólagjöld og þess háttar. Til þess að sinna almennum lögbundum verkefnum eins og rekstri grunnskóla hafa sveitarfélög bara útsvar og fasteignagjöld. Það þýðir að sveitarfélagið vill helst að þau sem búa í sveitarfélaginu hafi sem hæstar tekjur og búi í stórum húsum - en þiggi ekki þjónustu af sveitarfélaginu. Það þýðir líka að einu tekjurnar sem sveitarfélögin hafa af atvinnustarfsemi eru gjöld af því húsnæði sem sú atvinnustarfsemi notar. Þess vegna er stóriðjan svo mikilvæg víða, það er mikil búbót að fá risastórt húsnæði þó störfin sem eru þar á bak við séu fá. Fasteignagjöldin eru há en vinnustaðurinn þarf hins vegar hlutfallslega litla þjónustu frá sveitarfélaginu á móti. Allir hljóta að sjá hvað þetta eru óheilbrigðir hvatar til atvinnuuppbyggingar Loftbrú ekki lausnin Lausnin er fjölbreyttara útsvar sveitarfélaga. Að sveitarfélög fái útsvarshlutfall af virðisaukaskatti, fjármagnstekjum og fyrirtækjaskatti. Það myndi þýða að sveitarfélög fengju tekjur af starfsemi fyrirtækja sem eru ekki einu sinni með höfuðstöðvar í viðkomandi sveitarfélagi. Það myndi þýða að ferðamenn sem versla mjólk í búðinni borga útsvar til sveitarfélagsins. Það myndi þýða að atvinnuþróun sveitarfélaga myndi taka stakkaskiptum þar sem fleiri og smærri fyrirtæki myndu skila meiru til nærsamfélagsins en færri og stærri. Afleiðingin af því væri betri þjónusta og minni þörf á flugi til höfuðborgarinnar eftir miðstýrðu þjónustunni. Kannski er það þess vegna sem sú leið var ekki farin. Kannski vilja þessir plat-landsbyggðarflokkar bara geta flogið fram og til baka út á land? Nýta sér skort á þjónustu sem afsökun fyrir því að styrkja flugið, í staðinn fyrir að efla þjónustu um allt land? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar