Lagði til óbreytt fyrirkomulag á landamærum til 6. október Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:50 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir kynnti tillögur að breytingum á kórónuveiruaðgerðum stjórnvalda á ríkisstjórnarfundi í morgun. Annars vegar minnisblað þess efnis að ráðstafanir á landamærum yrðu óbreyttar til 6. október næstkomandi og hins vegar styttingu á sóttkví. Núverandi fyrirkomulag á landamærum hefur verið í gildi síðan 19. ágúst. Allir farþegar sem koma hingað til lands frá útlöndum hafa síðan þá þurft að fara í tvær skimanir eftir komuna til landsins, fyrst á landamærum og svo að lokinni fjögurra til fimm daga sóttkví. Með tillögum heilbrigðisráðherra verður þessu haldið áfram í minnst þrjár vikur til viðbótar. Hinn tillagan sem heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun snýr að styttingu á sóttkví. Með henni verður fólki sem þarf að fara í sóttkví gefinn kostur á að fara í sýnatöku eftir sjö daga. Reynist sýnið neikvætt fyrir kórónuveirunni getur viðkomandi lokið sóttkvínni í stað þess að klára viku til viðbótar, líkt og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Um er að ræða tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynnti á upplýsingafundi vegna veirunnar nú í vikunni. Svandís sagði í samtali við Heimi Má Pétursson fréttamann fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun að aðgerðirnar sem beitt hefur verið á landamærum hafi sýnt árangur. Hún teldi að það yrði íbúum landsins ánægjulegt að njóta tilslakana á innanlandsaðgerðum með því að halda fyrirkomulaginu á landamærum óbreyttu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03 Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09 Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Ekkert innanlandssmit í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. 11. september 2020 11:03
Frakkar undirbúa hertari aðgerðir eftir metfjölda smita Frakkar eru nú með í undirbúningi að herða mjög á sóttvarnarreglum sínum í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur farið mjög fjölgandi upp á síðkastið. 11. september 2020 08:09
Veiran sem virðist komin til að vera Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar. 9. september 2020 07:00