Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2020 20:27 Magnús Óli Magnússon reyndist sínu gamla liði erfiður. vísir/hulda margrét Valur sigraði FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var einkar vel spilaður af beggja hálfu og lofar svo sannarlega góðu fyrir tímabilið. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Valsmenn og Magnús Óli Magnússon sex. Einar Baldvin Baldvinsson varði sextán skot í marki gestanna (36 prósent). Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með níu mörk og Ágúst Birgisson skoraði fimm. Phil Döhler varði átján skot (35 prósent). Ásbjörn og Phil gáfu tóninn fyrir FH sem byrjaði betur. Ásbjörn skoraði sex af fyrstu níu mörkum FH og Döhler var sjóðheitur í markinu til að byrja með. Hann gaf hins verulega eftir og varði aðeins eitt skot á síðustu fjórtán mínútum fyrri hálfleiks. Döhler náði sér svo aftur á strik í seinni hálfleiknum. Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af og lentu þrisvar sinnum fjórum mörkum undir. En síðan kom betri taktur í sókn gestanna og Einar Baldvin varði virkilega vel í Valsmarkinu. Hann varði níu skot í fyrri hálfleik (39 prósent), tveimur meira en Döhler (33 prósent). FH lenti í vandræðum þegar Ásbjörn hvíldi og töpuðum boltunum fjölgaði eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Heimamenn voru þó marki yfir að honum loknum, 15-14, en hefðu eflaust kosið að fara með hagstæðari stöðu til búningsherbergja. Valur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu tvö mörk hans og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum, 15-16. Valsmenn voru með frumkvæðið allan seinni hálfleik en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk. Vörn Vals var mjög góð framan af seinni hálfleik og sóknarleikurinn var frábær. Að skora 33 mörk gegn FH þrátt fyrri fínan leik Döhlers er vel af sér vikið. Valur hélt vel á spilunum undir lokin og landaði góðum þriggja marka sigri, 30-33. Ásbjörn Friðriksson skoraði níu mörk fyrir FH, þar af sex í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Breiddin hjá Val er mikil og Snorri Steinn Guðjónsson hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Hann fann réttu blönduna fyrir utan í seinni hálfleik með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla vinstra megin. Valsmenn spiluðu framúrskarandi sóknarleik fyrir utan fyrri hluta fyrri hálfleik og voru aðeins með fjóra tapaða bolta í leiknum. FH-ingar keyrðu grimmt á Valsmenn í byrjun leiks en gestirnir náðu svo betri tökum á því. Hverjir stóðu upp úr? Finnur Ingi klikkaði á fyrsta skotinu sínu en ekki fleirum eftir það og átti frábæran leik í hægra horninu. Magnús Óli og Róbert Aron voru góðir og Tumi stýrði Valssókninni vel. Þá átti Vignir Stefánsson góða innkomu í seinni hálfleik og skilaði fimm mörkum. Einar Baldvin varði svo vel eins og áður sagði. Ásbjörn var markahæstur í liði FH og Ágúst og Jakob Martin Ásgeirsson voru góðir í sókninni og voru báðir með 100 prósent skotnýtingu. Hvað gekk illa? Vörn FH var mjög góð framan af en í seinni hálfleik hélt hún hvorki vatni né vindum og Valur skoraði nítján mörk. Hægri skyttur liðanna, Einar Rafn Eiðsson og Agnar Smári Jónsson, náðu sér ekki á strik og sá síðarnefndi sat á bekknum allan seinni hálfleikinn. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn fara FH-ingar norður yfir heiðar og mæta þar nýliðum Þórsara. Á föstudaginn tekur Valur á móti ÍR sem flestir spá að verði í vandræðum í vetur. Snorri Steinn: Ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik Snorri Steinn Guðjónsson var mun ánægðari með seinni hálfleik en þann fyrri.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á FH í fyrsta leik liðsins í Olís-deild karla. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki vel á meðan FH-ingarnir voru flottir og skoruðu mikið á okkur úr hröðum sóknum. Ég var ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik, leið vel með það og hafði trú á því að við myndum spila aðeins betur myndum við sigla þessu heim sem og við gerðum,“ sagði Snorri eftir leik. Valsmenn eru með mikla breidd, sennilega þá mestu í deildinni, og Snorri hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Í seinni hálfleik hitti hann á réttu blönduna fyrir utan, með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla Magnússon vinstra megin. „Það gekk mjög vel. Ég er með góðan og breiðan hóp. Það getur verið kúnst að finna út úr þessu og það var eitt og annað sem leiddi til þess að við settum Robba hægra megin og Tuma á miðjuna. Þeir voru flottir í dag,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn bæti varnarleik sinn í næstu leikjum þótt hann hafi ekki verið alls kostar ósáttur með hann í kvöld. „Ég er ekki ánægður að fá á mig 30 mörk og verð að skoða þetta aftur. Við erum samt að spila á móti einu besta sóknarliði deildarinnar. Það var fullt af góðum hlutum en líka eitthvað sem þarf að laga. Við viljum ekki fá okkur 30 mörk en þegar ég skoða leikinn aftur kemst ég kannski á aðra skoðun varðandi varnarleikinn,“ sagði Snorri. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða, jafn og spennandi og eflaust góður sjónvarpsleikur.“ Sigursteinn: Þeir komust full auðveldlega inn í þetta Sigursteinn Arndal undrandi á svip.vísir/hulda margrét „Við lákum í vörninni í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, aðspurður hvar hans menn hefðu tapað leiknum gegn Val í kvöld. „Það var mikill hraði í leiknum, fullt af mörkum en við lákum í vörninni.“ FH-ingar litu virkilega vel út í fyrri hálfleik og hefðu að ósekju átt að vera meira en einu marki yfir að honum loknum. „Við gerðum varla tæknimistök á fyrstu 20 mínútunum og töpuðum varla tæklingu. En svo gáfum við aðeins eftir síðusut tíu mínúturnar í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. „Þá komu mistök og þeir komust full auðveldlega inn í þetta. Ég hefði viljað vera með stærra forskot í hálfleik.“ Egill Magnússon, sem hefur verið mikið meiddur síðustu ár, lék mikið fyrir FH í leiknum í kvöld og skilaði fjórum mörkum. „Það er gott að fá Egil inn og hann er mikilvægur eins og margir aðrir,“ sagði Sigursteinn að lokum. Olís-deild karla FH Valur
Valur sigraði FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deildar karla í Kaplakrika í kvöld. Leikurinn var einkar vel spilaður af beggja hálfu og lofar svo sannarlega góðu fyrir tímabilið. Finnur Ingi Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Valsmenn og Magnús Óli Magnússon sex. Einar Baldvin Baldvinsson varði sextán skot í marki gestanna (36 prósent). Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga með níu mörk og Ágúst Birgisson skoraði fimm. Phil Döhler varði átján skot (35 prósent). Ásbjörn og Phil gáfu tóninn fyrir FH sem byrjaði betur. Ásbjörn skoraði sex af fyrstu níu mörkum FH og Döhler var sjóðheitur í markinu til að byrja með. Hann gaf hins verulega eftir og varði aðeins eitt skot á síðustu fjórtán mínútum fyrri hálfleiks. Döhler náði sér svo aftur á strik í seinni hálfleiknum. Valsmenn virkuðu ryðgaðir framan af og lentu þrisvar sinnum fjórum mörkum undir. En síðan kom betri taktur í sókn gestanna og Einar Baldvin varði virkilega vel í Valsmarkinu. Hann varði níu skot í fyrri hálfleik (39 prósent), tveimur meira en Döhler (33 prósent). FH lenti í vandræðum þegar Ásbjörn hvíldi og töpuðum boltunum fjölgaði eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Heimamenn voru þó marki yfir að honum loknum, 15-14, en hefðu eflaust kosið að fara með hagstæðari stöðu til búningsherbergja. Valur byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði fyrstu tvö mörk hans og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum, 15-16. Valsmenn voru með frumkvæðið allan seinni hálfleik en munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk. Vörn Vals var mjög góð framan af seinni hálfleik og sóknarleikurinn var frábær. Að skora 33 mörk gegn FH þrátt fyrri fínan leik Döhlers er vel af sér vikið. Valur hélt vel á spilunum undir lokin og landaði góðum þriggja marka sigri, 30-33. Ásbjörn Friðriksson skoraði níu mörk fyrir FH, þar af sex í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Af hverju vann Valur? Breiddin hjá Val er mikil og Snorri Steinn Guðjónsson hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Hann fann réttu blönduna fyrir utan í seinni hálfleik með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla vinstra megin. Valsmenn spiluðu framúrskarandi sóknarleik fyrir utan fyrri hluta fyrri hálfleik og voru aðeins með fjóra tapaða bolta í leiknum. FH-ingar keyrðu grimmt á Valsmenn í byrjun leiks en gestirnir náðu svo betri tökum á því. Hverjir stóðu upp úr? Finnur Ingi klikkaði á fyrsta skotinu sínu en ekki fleirum eftir það og átti frábæran leik í hægra horninu. Magnús Óli og Róbert Aron voru góðir og Tumi stýrði Valssókninni vel. Þá átti Vignir Stefánsson góða innkomu í seinni hálfleik og skilaði fimm mörkum. Einar Baldvin varði svo vel eins og áður sagði. Ásbjörn var markahæstur í liði FH og Ágúst og Jakob Martin Ásgeirsson voru góðir í sókninni og voru báðir með 100 prósent skotnýtingu. Hvað gekk illa? Vörn FH var mjög góð framan af en í seinni hálfleik hélt hún hvorki vatni né vindum og Valur skoraði nítján mörk. Hægri skyttur liðanna, Einar Rafn Eiðsson og Agnar Smári Jónsson, náðu sér ekki á strik og sá síðarnefndi sat á bekknum allan seinni hálfleikinn. Hvað gerist næst? Á fimmtudaginn fara FH-ingar norður yfir heiðar og mæta þar nýliðum Þórsara. Á föstudaginn tekur Valur á móti ÍR sem flestir spá að verði í vandræðum í vetur. Snorri Steinn: Ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik Snorri Steinn Guðjónsson var mun ánægðari með seinni hálfleik en þann fyrri.vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigur á FH í fyrsta leik liðsins í Olís-deild karla. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik. Við byrjuðum ekki vel á meðan FH-ingarnir voru flottir og skoruðu mikið á okkur úr hröðum sóknum. Ég var ánægður að vera bara einu marki undir í hálfleik, leið vel með það og hafði trú á því að við myndum spila aðeins betur myndum við sigla þessu heim sem og við gerðum,“ sagði Snorri eftir leik. Valsmenn eru með mikla breidd, sennilega þá mestu í deildinni, og Snorri hefur úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Í seinni hálfleik hitti hann á réttu blönduna fyrir utan, með Róbert Aron Hostert hægra megin, Tuma Stein Rúnarsson á miðjunni og Magnús Óla Magnússon vinstra megin. „Það gekk mjög vel. Ég er með góðan og breiðan hóp. Það getur verið kúnst að finna út úr þessu og það var eitt og annað sem leiddi til þess að við settum Robba hægra megin og Tuma á miðjuna. Þeir voru flottir í dag,“ sagði Snorri. Hann vonast til að Valsmenn bæti varnarleik sinn í næstu leikjum þótt hann hafi ekki verið alls kostar ósáttur með hann í kvöld. „Ég er ekki ánægður að fá á mig 30 mörk og verð að skoða þetta aftur. Við erum samt að spila á móti einu besta sóknarliði deildarinnar. Það var fullt af góðum hlutum en líka eitthvað sem þarf að laga. Við viljum ekki fá okkur 30 mörk en þegar ég skoða leikinn aftur kemst ég kannski á aðra skoðun varðandi varnarleikinn,“ sagði Snorri. „Þetta var góður leikur tveggja góðra liða, jafn og spennandi og eflaust góður sjónvarpsleikur.“ Sigursteinn: Þeir komust full auðveldlega inn í þetta Sigursteinn Arndal undrandi á svip.vísir/hulda margrét „Við lákum í vörninni í seinni hálfleik,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, aðspurður hvar hans menn hefðu tapað leiknum gegn Val í kvöld. „Það var mikill hraði í leiknum, fullt af mörkum en við lákum í vörninni.“ FH-ingar litu virkilega vel út í fyrri hálfleik og hefðu að ósekju átt að vera meira en einu marki yfir að honum loknum. „Við gerðum varla tæknimistök á fyrstu 20 mínútunum og töpuðum varla tæklingu. En svo gáfum við aðeins eftir síðusut tíu mínúturnar í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. „Þá komu mistök og þeir komust full auðveldlega inn í þetta. Ég hefði viljað vera með stærra forskot í hálfleik.“ Egill Magnússon, sem hefur verið mikið meiddur síðustu ár, lék mikið fyrir FH í leiknum í kvöld og skilaði fjórum mörkum. „Það er gott að fá Egil inn og hann er mikilvægur eins og margir aðrir,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti