Valur

Fréttamynd

„Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“

„Minn fyrsti bikarúrslitaleikur hérna heima, þannig að menn eru spenntir“ segir Hólmar Örn Eyjólfsson fyrirliði Vals fyrir úrslitaleikinn gegn Vestra sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Hann stefnir á að lyfta báðum titlunum sem eru í boði í íslenska boltanum og vonar að skellurinn gegn ÍBV í síðasta leik lyfti liðinu upp á tærnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast

Þróttur tapaði fyrir Val á Avis vellinum í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag, með tveimur mörkum gegn engu. Þróttur hóf tímabilið af krafti og er liðið í þriðja sæti með 29 stig sem stendur. Valskonur hafa þó snúið við sínu gengi og eru að saxa á forskot Þróttar í þriðja sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fengið nokkur skila­boð eftir skipti frá Val til KR

Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Marka­metið hans Patricks Peder­sen í tölum

Patrick Pedersen varð í gærkvöldi fyrsti leikmaðurinn til að skora 132 mörk í efstu deild á Íslandi og Tryggvi Guðmundsson missti um leið markametið sem hann hefur átt síðan haustið 2011. Hér er hægt að sjá meira um það hvernig hann skoraði öll þessi mörk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lars sendi kveðju til Ís­lands

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var að aflýsa ferð til Íslands eftir að hafa orðið fyrir slysi í garðinum sínum. Hann lofar að bæta ungum Valsmönnum það upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu

Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í efstu deild á Íslandi, gat verið stoltur af því að hafa slegið metið í kvöld en að sama skapi svekktur með úrslit leiksins. Patrick skoraði bæði mörk Vals í 2-2 jafntefli við ÍA í 17. umferð Bestu deildar karla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Margir sem voru til­búnir að koma honum fyrir kattar­nef fyrir mig“

„Ég er svo sem bara búinn að vera bíða eftir þessu. Þetta eru ekki sjokkerandi fréttir. Hann er náttúrulega búinn að vera funheitur. Ég á alveg von á því að þetta verði slegið, hann á það fyllilega skilið,“ segir Tryggvi Guðmundsson um markametið í efstu deild í fótbolta. Patrick Pedersen getur eignað sér metið er Valur sækir ÍA heim í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Sleikjum sárin í kvöld“

Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili.

Fótbolti