Valur

Fréttamynd

„Maður veit al­veg hver gul­rótin er“

Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni.

Handbolti
Fréttamynd

Frederik Schram fundinn

Eftir stutt stopp í Dan­mörku er mark­vörðurinn Frederik Schram mættur aftur til Vals eftir að hafa farið frá liðinu eftir síðasta tíma­bil. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að koma aftur til Ís­lands að spila fót­bolta gat hann ekki annað en gripið tækifærið þegar að það gafst. Fjarvera hans í leik gegn FH á dögunum vakti upp spurningar en nú er Frederik Schram mættur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Aftur­elding 33-29 | Aftur­elding send í sumar­frí og Vals­menn leika til úr­slita

Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Verður svaka­legur leikur“

Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er vongóður fyrir oddaleik liðs hans við Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Búast má við spennuleik.

Handbolti
Fréttamynd

„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“

„Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram.

Handbolti
Fréttamynd

„Ekki á­hyggju­efni, þetta var bara hörku­leikur“

„Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafn­tefli sann­gjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs

Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Aftur­elding - Valur 29-26 | Ein­vígið ræðst í odda­leik

Valur og Afturelding munu leika oddaleik á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Varð það ljóst eftir að Afturelding sigraði fjórða leik liðanna í einvíginu og jafnaði það í 2-2. Lokatölur að Varmá 29-26, en þess ber að geta að aðeins hafa komið heimasigrar í einvíginu hingað til.

Handbolti
Fréttamynd

Valur einum sigri frá úr­slitum

Valur lagði Aftureldingu með minnsta mun í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 30-29 og Valur nú aðeins einum sigri frá því að leika um Íslandsmeistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

„Adam Ægir hefði al­veg mátt gefa á mig“

Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“

Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér.

Körfubolti