Gagnrýnir myndbirtingu af fáklæddum Foden og segir karla eiga skilið sömu virðingu og konur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:46 Hödd segist ekki vilja dæma fjórmenningana sem hafa verið í aðalhlutverki í málinu. Hún gerir þó athugasemdi við ákveðna fleti þess. Vísir/Skjáskot Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. Þetta kemur fram í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. „Ég tek það strax fram að ég er ekki að dæma fjórmenningana þar sem að mér ferst það ekki og hef gert fleiri mistök í lífinu en ég nenni að telja. Það eru samt nokkrir hlutir sem mig langar til að benda á tengt þessu máli. Hér eru fjórir ungir einstaklingar að gamna sér. Tveir eru jú efnaðir, karlkyns og með sterkt bakland í gegnum atvinnu sína. Það breytir því þó ekki að þroski þeirra er líklega ekkert meiri en fólks á þessum aldri og þar með að öllum líkindum alveg jafn viðkvæmir og jafnaldrar þeirra - bæði kvenkyns og karlkyns,“ skrifar Hödd. Eðlilegt að verja þær Þá segir hún eðlilegt að fólk hafi tekið til varna fyrir konurnar, þær Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen, en fúkyrðum hefur verið ausið yfir þær í kjölfar málsins og þær meðal annars kallaðar hjónadjöflar og druslur. Margir hafa þá bent á að það voru ekki þær sem brutu reglur um sóttkví, heldur landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem voru staddir hér á landi vegna leiks Íslands og Englands síðastliðinn laugardag. Þeir voru í sóttkví, en með því að hitta Láru og Nadíu þverbrutu þeir reglur um slíkt og voru sektaðir um 250.000 krónur hvor áður en þeir fóru úr landi. „Það er þó þannig að stúlkan / stúlkurnar myndaði til dæmis beran afturenda eins drengjanna og setti inn á samfélagsmiðla fyrir einhverja vini sína til að sjá. Myndinni var, eins og flestir vita, komið á fjölmiðla og fór þaðan í dreifingu. Í ofanálag er stúlkan í viðtali í breskum fjölmiðli þar sem hún greinir frá því að þau höfðu samfarir og að viðkomandi drengur kyssi mjög vel,“ segir Hödd og vísar þar til einkaviðtals Daily Mail við Láru. Í umfjöllum Daily Mail er meðal annars að finna mynd þar sem Foden sést með nærbuxurnar dregnar niður fyrir mitti og sést í berann rassinn á honum. Myndina tók Lára uppi á hótelherbergi og deildi í lokaðan hóp vina sinna á Instagram. Myndin rataði þó út úr hópnum og í klær ensku pressunnar, en þar eru fá leyndarmál og illa geymd. „Snúum dæminu við: Bretinn / Bretarnir hefðu myndað beran afturenda stúlkunnar, sett á samfélagsmiðla og myndirnar þaðan farið á fjölmiðla og í keyrslu víða um heim. Annar þeirra hefði svo farið í viðtal í fjölmiðli og talað um hæfni hennar í kossadeildinni og upplýst alla heimsbyggðina um að hann hefði haft samfarir við stúlkuna,“ en í einkaviðtalinu lýsir Lára því meðal annars að Foden hafi verið „góður að kyssa.“ „Mig grunar að það þætti ekki jafn léttvægt og það er að mínu mati bara alls ekkert sanngjarnt. Karlmenn, hvað þá ungir, eiga engu minni virðingu skilið en konur,“ skrifar Hödd að lokum. Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Jafnréttismál Tengdar fréttir Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill telur að viðbrögð fjölmiðla og almennings hefðu verið önnur ef kynjunum í máli ensku landsliðsmannanna og kvennanna tveggja sem hittu þá á Hóteli Sögu hefði verið snúið við. Þetta kemur fram í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni. „Ég tek það strax fram að ég er ekki að dæma fjórmenningana þar sem að mér ferst það ekki og hef gert fleiri mistök í lífinu en ég nenni að telja. Það eru samt nokkrir hlutir sem mig langar til að benda á tengt þessu máli. Hér eru fjórir ungir einstaklingar að gamna sér. Tveir eru jú efnaðir, karlkyns og með sterkt bakland í gegnum atvinnu sína. Það breytir því þó ekki að þroski þeirra er líklega ekkert meiri en fólks á þessum aldri og þar með að öllum líkindum alveg jafn viðkvæmir og jafnaldrar þeirra - bæði kvenkyns og karlkyns,“ skrifar Hödd. Eðlilegt að verja þær Þá segir hún eðlilegt að fólk hafi tekið til varna fyrir konurnar, þær Nadíu Sif Líndal og Láru Clausen, en fúkyrðum hefur verið ausið yfir þær í kjölfar málsins og þær meðal annars kallaðar hjónadjöflar og druslur. Margir hafa þá bent á að það voru ekki þær sem brutu reglur um sóttkví, heldur landsliðsmennirnir Phil Foden og Mason Greenwood, sem voru staddir hér á landi vegna leiks Íslands og Englands síðastliðinn laugardag. Þeir voru í sóttkví, en með því að hitta Láru og Nadíu þverbrutu þeir reglur um slíkt og voru sektaðir um 250.000 krónur hvor áður en þeir fóru úr landi. „Það er þó þannig að stúlkan / stúlkurnar myndaði til dæmis beran afturenda eins drengjanna og setti inn á samfélagsmiðla fyrir einhverja vini sína til að sjá. Myndinni var, eins og flestir vita, komið á fjölmiðla og fór þaðan í dreifingu. Í ofanálag er stúlkan í viðtali í breskum fjölmiðli þar sem hún greinir frá því að þau höfðu samfarir og að viðkomandi drengur kyssi mjög vel,“ segir Hödd og vísar þar til einkaviðtals Daily Mail við Láru. Í umfjöllum Daily Mail er meðal annars að finna mynd þar sem Foden sést með nærbuxurnar dregnar niður fyrir mitti og sést í berann rassinn á honum. Myndina tók Lára uppi á hótelherbergi og deildi í lokaðan hóp vina sinna á Instagram. Myndin rataði þó út úr hópnum og í klær ensku pressunnar, en þar eru fá leyndarmál og illa geymd. „Snúum dæminu við: Bretinn / Bretarnir hefðu myndað beran afturenda stúlkunnar, sett á samfélagsmiðla og myndirnar þaðan farið á fjölmiðla og í keyrslu víða um heim. Annar þeirra hefði svo farið í viðtal í fjölmiðli og talað um hæfni hennar í kossadeildinni og upplýst alla heimsbyggðina um að hann hefði haft samfarir við stúlkuna,“ en í einkaviðtalinu lýsir Lára því meðal annars að Foden hafi verið „góður að kyssa.“ „Mig grunar að það þætti ekki jafn léttvægt og það er að mínu mati bara alls ekkert sanngjarnt. Karlmenn, hvað þá ungir, eiga engu minni virðingu skilið en konur,“ skrifar Hödd að lokum.
Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Jafnréttismál Tengdar fréttir Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02 Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59 Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Komust í samband við fótboltamennina á sérstöku stefnumótaforriti Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir komst í samband við enska landsliðsmanninn Mason Greenwood í gegnum sérstakt stefnumótaforrit. 11. september 2020 21:02
Lára lýsir atburðum næturinnar í einkaviðtali við Daily Mail Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood á dögunum er í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag. Þar greinir hún frá því hvað í raun og veru gerðist þessa umtöluðu nótt. 11. september 2020 14:59
Breska pressan býður Láru og Nadíu Sif til London Fullyrt að ónefndur drengur hafi fengið rúma hálfa milljón fyrir sjáskot af þjóhnöppum Floden. 10. september 2020 13:56