Það er í nægu að snúast hjá Söru Sigmundsdóttur, CrossFitara þessa daganna, en hún er að undirbúa sig fyrir heimsleikana í vikunni.
Það eru ekki nema nokkrir dagar þangað til að heimsleikarnir fara af stað en þar keppir Sara við 29 aðrar CrossFit stelpur um sæti í fimm manna úrslitunum.
Það er í mörg horn að líta hjá Söru sem er með tæplega tvær milljón fylgjendur á Instagram og þá er gott að vera með góðan mann með sér í liði.
Snorri Barón er sá sem sér um flest málefni tengd Söru og hann átti afmæli í fyrradag. Hann fékk myndarlega kveðju frá Söru á afmælisdaginn og segir Sara að hann hoppi í hinn ýmsku verkefni.
Sara er ekki eini CrossFit keppandinn sem er á mála hjá Baklandi, félagi Snorra, en þar má einnig finna til að mynda Gunnar Nelson og Björgvin Karl Guðmundsson.