Gárinn Kókó hættir ekki að tala Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 21:51 Kókó hefur virkilega gaman að sjálfum sér. Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“ Dýr Gæludýr Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“
Dýr Gæludýr Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira