Tom Brady tapaði og New England Patriots vann án Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 11:30 Þetta var ekki góður sunnudagur fyrir Tom Brady. AP/Brett Duke Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24 NFL Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
NFL Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira