Horfði bjargarlaus upp á hvalinn drepast í flæðarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 13:26 Hvalurinn lengst til vinstri á mynd var enn á lífi þegar Darja kom aðvífandi. Hinir hvalirnir voru þegar dauðir. Skjáskot Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir. Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir.
Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira