Paolo Maldini: AC Milan hræðist leikinn við Shamrock Rovers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 22:15 Paolo Maldini hefur miklar áhyggjur af leiknum í Dublin. Getty/Marco Luzzani Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0. Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Það eru ekki margir sem spá Shamrock Rovers sigri í forkeppni Evrópudeildarinnar á móti AC Milan en ein af stærstu goðsögnum ítalska félagsins segir að innanbúðarmenn hjá AC Milan sé hræddir við þennan leik. Shamrock Rovers tekur á móti AC Milan í Dublin á fimmtudaginn og í boði er sæti í þriðju umferð forkeppninnar. Aðeins einn leikur er spilaður vegna kórónuveirufaraldursins. AC Milan gosögnin Paolo Maldini viðurkennir í samtali við Sky Italia að AC Milan hafi áhyggjur af þessum leik. Shamrock Rovers er á miðju tímabili og með átta stiga forskot þegar sjö leikir eru eftir. AC Milan er hins vegar á undirbúningstímabiiunu og leikurinn á móti Shamrock Rovers verður fyrsti keppnisleikur ítalska liðsins á nýju tímabili. AC Milan supremo Paolo Maldini admits the Italian giants are "concerned" about Thursday's Europa League clash with Shamrock Rovershttps://t.co/st8lPwJ8KL pic.twitter.com/IMC9AQPRX1— Independent Sport (@IndoSport) September 15, 2020 „Þetta er leikur sem við hræðumst mikið,“ sagði Paolo Maldini í viðtalinu á Sky Italia. „Þeir eru með lið sem hefur verið að gera vel. Þeir eru efstir í sinni deild og við erum að glíma við meiðsli,“ sagði Maldini. Paolo Maldini er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan og það væri vandræðalegt fyrir hann og félagið ef AC Milan kæmist ekki í gegnum aðra umferð forkeppninnar. Einn af þessum leikmönnum sem eru spurningarmerki er Svíinn Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur verið meiddur en AC Milan vonast til þess að hann geti spilað leikinn. Shamrock Rovers féll út á móti Apollon Limassol frá Kýpur á annarri umferðinni í fyrra eftir að hafa slegið út Brann í fyrstu umferð. Að þessu sinni vann Shamrock Rovers finnska liðið Ilves í vítakeppni í fyrstu umferðinni. Shamrock Rovers mætti Stjörnunni í þessari sömu keppni árið 2015 og vann þá báða leikina 1-0. Írska liðið lenti síðast á móti ítölsku félagi árið 2010 en Juventus sló þá út Shamrock Rovers samanlagt 3-0.
Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira