Stjórnmálaflokkur nýsjálenskra frumbyggja (e. Maori Party) vill að nafni landsins verði breytt þannig að það endurspegli betur arfleifð landsins. Hefur flokkurinn lagt til að nafnið Aotearoa.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur vikið sér undan umræðunni og segir þróunina vera þá að bæði nöfnin – það er Nýja-Sjáland og Aotearoa – séu notuð í umræðunni.
Maori-flokkurinn hefur haft það á stefnuskrá að réttast væri að breyta nafni landsins. Aotearoa þýðir „Land hins hvíta skýs“ á tungu frumbyggja, reo.
Enska og reo eru bæði opinber tungumál landsins, en um 16,5 prósent Nýsjálendinga eru af ættum frumbyggja. Vilja þeir margir meina að enskan sé orðin of fyrirferðamikil og að verið sé að sniðganga sögu landsins.
„Það er óásættanlegt að einungis um þrjú prósent landsmanna geti talað á opinberri tungu landsins,“ segir Maoriflokksmaðurinn Rawiri Waititi. Flokkurinn vill að nafnabreytingin taki gildi fyrir 2026.
Segir þróunina jákvæða
Ardern segir í samtali við New Zealand Herald að það sé jákvætt að bæði Nýja-Sjáland og Aotearoa séu notuð í opinberri umræðu.
Utanríkisráðherrann Winston Peters, sem verður helsti andstæðingur Ardern í þingkosningum næsta mánaðar, segir Maori-flokkinn einungis vera að komast í fréttirnar með þessari kröfu sinni. Nafnabreyting sem þessi myndi valda gríðarlegum ruglingi í alþjóðlegri markaðssetningu landsins.
This is plain headline hunting without any regard to the cost to this country.
— Winston Peters (@winstonpeters) September 14, 2020
It will make our international marketing brand extraordinarily confusing when exports will be critical to our economic survival. https://t.co/BAVeOp6N9n
Nafnið Nýja-Sjáland má rekja til nýlendutíma Hollendinga, en landið er nefnt í höfuðið á hollenska héraðinu Sjálandi (h. Zeeland).