Grealish kom Villa til bjargar | Palace eina úrvalsdeildarliðið sem datt út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2020 21:00 Grealish í leiknum í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Heill hellingur af leikjum fór fram í enska deildarbikarnum í kvöld. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, kom liðinu til bjargar gegn Burton Albion. Þá komust Newcastle United og West Ham United auðveldlega áfram. Bournemouth sló Crystal Palace út eftir maraþonvítaspyrnukeppni. Jack Grealish, sem skrifaði undir nýjan samning við Aston Villa í dag, var hetja Aston Villa en það stefndi í að liðið þyrfti framlengingu gegn Burton Albion. Colin Daniel kom Burton yfir strax í upphafi leiks. Ollie Watkins, sem gekk nýverið í raðir Villa, jafnaði metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Grealish skoraði svo glæsilegt mark þegar hann klippti boltann á lofti eftir hornspyrnu á 88. mínútu og tryggði Aston Villa áfram. Keinan Davis gulltryggði svo sigurinn með síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 3-1. Newcastle United marði 1-0 sigur á Blackburn Rovers þökk sé marki Ryan Fraser á 35. mínútu. Þá vann West Ham United öruggan 3-0 sigur á Charlton Athletic. Sébastian Haller skoraði fyrstu tvö mörkin og Felipe Anderson tryggði sigurinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Bournemouth og Crystal Palace þar sem það var markalaust að loknum venjulegum leiktíma. Engar framlengingar eru í þessari umferð deildarbikarsins og því var leikurinn útkljáður á vítapunktinum. Keppnin var löng og ströng en bæði lið skoruðu úr fyrstu tíu spyrnum sínum. Það fór hins vegar svo að báðir markverðirnir [Asmir Begovic og Wayne Hennessey] klúðruðu sínum spyrnum og því þurftu sumir leikmenn að fara aftur á punktinn. Að lokum var það Luka Milivojević sem klúðraði óvænt síðari spyrnu sinni en Asmir varði vel frá honum og Bournemouth því komið áfram. Önnur úrslit í dag og kvöld Gillingham 1-1 Coventry City (5-4 eftir vítaspyrnukeppni) Middlesbrough 0-2 Barnsley Millwall 3-1 Cheltenham Town Reading 0-1 Luton Town Derby County 1-2 Preston North End Bradford City 0-5 Lincoln City Fleetwood Town 2-1 Port Vale Newport City 1-0 Cambridge United Oxford United 1-1 Watford (0-3 eftir vítasp.) Leyton Orient 3-2 Plymouth Argyle Morecambe 1-0 Oldham Athletic Rochdale 0-2 Sheffield Wednesday
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira