Framkvæmdir við nýjan Landspítala á góðu róli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2020 07:00 Maðurinn á myndinni gengur þar sem bílakjallari verður þegar húsið verður tilbúið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56
Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09
Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12