Tottenham að næla í leikmenn sem voru orðaðir við Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 07:00 Þessir tveir gætu verið á leið frá Real Madrid til Tottenham Hotspur. David S. Bustamante/Manuel Queimadelo José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
José Mourinho virðist vera í þann mund að næla í tvo leikmenn sem voru báðir orðaðir við hans fyrrum félag Manchester United. Gareth Bale og Sergio Reguilón eru báðir leikmenn Real Madrid í dag en gætu skipt út hvítri treyju Real fyrir hvíta treyju Tottenham Hotspur. Orðrómar þess efnis að Manchester United væri að skoða Gareth Bale sem mögulega lausn ef Borussia Dortmund myndi ekki samþykkja tilboð þeirra í Jadon Sancho fóru á flug um helgina. Nú hafa bæði Sky Sports og BBC greint frá því að Bale hafi meiri áhuga á að snúa aftur á White Hart Lane og Tottenham sé að gera allt sem í valdi sínu stendur til að fá Walesverjann aftur „heim.“ Bale lék með Tottenham frá árunum 2007 til 2013 og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Þó spænsku meistararnir hafi tekið fyrir það að lána leikmanninn virðist sem það gæti verið möguleiki. Það er allavega deginum ljósara að Bale á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu. Could Gareth Bale be heading back to Spurs?#THFC are also in talks with Real Madrid over a deal to sign left-back Sergio Reguilon...— Sky Sports (@SkySports) September 15, 2020 Vinstri bakvörðurinn Sergio Reguilón er einnig talinn vera á leið til Tottenham frá Real. Hinn 23 ára gamli Reguilón var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð. Vann félagið Evrópudeildina og góð frammistaða hans gegn Manchester United í undanúrslitum vakti athygli Ole Gunnar Solskjær, þjálfara United. Real er tilbúið að selja þennan unga bakvörð með því skilyrði að klásúla verði sett í samninginn Real geti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð. Virðist sem forráðamenn Man Utd hafi ekki áhuga á að kaupa leikmanninn ef Real setur þetta sem skilyrði. Áhugi Tottenham er enn jafn mikill sama hvort Real fái forkaupsrétt á leikmanninum að ári eður ei. Því virðist sem Reguilón muni fylgja Bale til Lundúna. Að lokum er Tottenham einnig orðað við framherjann Bas Dost sem lék með Eintracht Frankfurt á síðustu leiktíð. Þessi 31 árs gamli hollenski frmaherji væri hugsaður sem varaskeifa fyrir Harry Kane sem er í raun eini hreinræktaði framherji liðsins að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Man Utd íhugar að fá Bale þar sem nær engar líkur eru á að Sancho komi Manchester United gæti reynt að fá Gareth Bale í stað Jadon Sancho ef Dortmund lækkar ekki verðmiðann á þeim síðarnefnda. 15. september 2020 07:00