Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 11:30 Íslandsheimsókn Phils Foden og Masons Greenwood fyrr í þessum mánuði var eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. GETTY/MIKE EGERTON Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra. Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra.
Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira