Gylfi Þór kominn í 100 marka klúbbinn á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2020 22:00 Everton v Salford City - Carabao Cup Second Round LIVERPOOL ENGLAND - SEPTEMBER 16: Gylfi Sigurdsson of Everton celebrates his goal during the Carabao Cup Second Round match between Everton and Salford City at Goodison Park on September 16, 2020 in Liverpool, England. (Photo by Tony McArdle/Everton FC via Getty Images) Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins og enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, skoraði sitt 100. mark á Englandi er Everton lagði D-deildarlið Salford City á heimavelli sínum - Goodison Park - í enska deildarbikarnum í kvöld. Lauk leiknum með 3-0 sigri lærisveina Carlo Ancelotti og hefði sigurinn hæglega getað orðið mun stærri en Everton óð í færum og skaut að lágmarki fjórum sinnum í marksúlur mótherjanna í kvöld. Liðið er nú komið í 32-liða úrslit deildarbikarsins þar sem Fleetwood Town bíður. Gylfi Þór hóf leikinn gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina á varamannabekk Everton. Ancelotti gerði tíu breytingar á liði sínu frá þeim leik og kom Gylfi meðal annars inn á miðjuna, bar hann fyrirliðabandið í kvöld. Var þetta hans 100. leikur í byrjunarliði Everton. goals in English football starts for #EFCGylfi Sigurdsson. pic.twitter.com/auoGPj8jx2— Everton (@Everton) September 16, 2020 Gylfi lagði upp fyrsta mark leiksins strax á 8. mínútu en heimamenn þurftu að bíða lengi eftir næsta marki. Kom það á 73. mínútu þegar Anthony Gordon átti fína sendingu meðfram jörðinni frá vinstri vængnum inn á teig. Gylfi Þór afgreiddi færið snyrtilega í netið og skoraði þar með sitt 100. mark í enskum fótbolta. Gylfi var nálægt því að bæta því 101. í safnið en hann átti skot í stöng sem og Everton fékk vítaspyrnu. Hinn ungi Moise Kean fór á punktinn og skoraði af öryggi en á öðrum degi hefði Gylfi mögulega tekið vítið. Kean hafði klúðraði úrvalsfæri í upphafi síðari hálfleiks eftir frábæra sendingu Gylfa inn á teig svo það var við hæfi að hann hann fengi tækifæri til þess að komast á blað. Af 100 mörkum Gylfa á Englandi hafa 24 komið síðan han gekk í raðir Everton árið 2017. Gylfi hefur leikið á Englandi nær allan sinn feril ef frá er talið eitt og hálft tímabil með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Ásamt því að hafa skorað fyrir Everton hefur Gylfi skorað fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur, Reading, Crewe Alexandra og Shrewsbury Town. 100 - Gylfi Sigurdsson has scored his 100th goal in English football:37 | Swansea City24 | Everton22 | Reading13 | Tottenham Hotspur3 | Crewe Alexandra1 | Shrewsbury TownGeyser.#CarabaoCup pic.twitter.com/qwXFQDeFXd— OptaJoe (@OptaJoe) September 16, 2020 Hinn 31 árs gamli Gylfi fékk hæstu einkunn allra leikmanna Everton á vefsíðunni Sofascore í kvöld. Hann var með 9 í einkunn, þar á eftir kom Michael Keane með 8.2 og Anthony Gordon með 8.0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Fleiri fréttir Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Sjá meira