Leita enn uppruna þriðja afbrigðis veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 10:27 Raðgreiningar kórónuveirunnar hafa reynst mikilvægar í smitrakningu hér á landi. Vísir/Vilhelm Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Þrjú afbrigði kórónuveirunnar hafa sloppið í gegnum landamærin. Búið er að kveða niður tvö þessara afbrigða en það þriðja sem hefur fengið nafnið „græna veiran“ leikur enn lausum hala hér á landi. „Græna veiran“ gerði fyrst vart við sig í Kópavogi 25. júlí og hefur valdið hópsýkingu á Akranesi og Hótel Rangá. Ekki hefur tekist að rekja uppruna „grænu veirunnar“. Talið er líklegast að afbrigðið komi frá heimshluta þar sem lítið er um raðgreiningar á erfðaefni þess. Gagnabanki í Sviss geymir 80.000 raðgreind afbrigði veirunnar en „grænu veiruna“ er ekki þar að finna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur líklegt að „græna veiran“ eigi upptök sín í Austur-Evrópu, því lítið er um raðgreiningar þar. Þetta afbrigði er enn í dag að skjóta upp kollinum. Greint var frá því í gær að allir þeir þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag hefðu verið með „grænu veiruna“. Ástæðan fyrir nafninu er sú að Íslensk erfðagreining merkti afbrigðið grænt við raðgreininguna. Þá slapp annað afbrigði veirunnar í gegnum landamærin í sumar en það var tengt erlendum ríkisborgara búsettum í Ísrael. Það tókst að rekja það afbrigði og kveða það niður. Þriðja afbrigði veirunnar slapp í gegnum landamærin. Nokkrir smituðust af því afbrigði en líkt og með afbrigðið sem tengt var við erlenda ríkisborgarann frá Ísrael náðist að kveða það niður. „Það er eitt annað afbrigði sem kom í gegnum landamærin en er búið að kveða niður núna,“ sagði Kári Stefánsson í samtali við Vísi um þriðja afbrigðið í gær. Uppruni þessa þriðja afbrigðis liggur þó ekki fyrir. „En við erum að leita,“ segir Kári. Þessi afbrigði hegða sér á sama hátt og önnur afbrigði nýju kórónuveirunnar en er með ákveðið stökkbreytingamynstur sem Íslensk erfðagreining raðgreindi og hefur nýst vel við smitrakningu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56 Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Telur líkur á að næsta bylgja verði verri Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina. 16. september 2020 18:56
Allir með „grænu veiruna“ Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar. 16. september 2020 15:42