Þriðjungur smitaðra sótti sama vínveitingastaðinn Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 11:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Af þeim þrjátíu og tveimur sem hafa greinst með kórónuveiruna síðastliðna tvo sólarhringa má rekja þriðjung þeirra smita til vínveitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Af þeim þrettán sem greindust á þriðjudag var aðeins einn í sóttkví. Af þeim nítján sem greindust í gær voru tólf ekki í sóttkví. 24 af 32 smituðum síðustu daga hafa því verið utan sóttkvíar. Sjónir beindust að háskólasamfélaginu í gær því nemendur og starfsfólk háskólanna höfðu greinst með veiruna. Þórólfur segir í dag að ekki séu óyggjandi merki fyrir því, eins og staðan er núna, að þessi hópsýkingin sé innan skólanna heldur virðist hún vera að koma annars staðar frá. Vínveitingastaðir og skemmtistaðir hafa mátt hafa opið til klukkan 23 á kvöldin undanfarnar vikur.Vísir/Vilhelm „Það virðist vera að stóran hluta sé hægt að rekja til skemmtistaðar eða vínveitingastaðar í bænum sem við erum að skoða aðeins betur,“ segir Þórólfur og bætir við: „Síðastliðna tvo sólarhringa höfum við verið að greina rúmlega þrjátíu einstaklinga og um það bil þriðjunginn má rekja til þessara staðar. Það er síðasta helgi sem að er til skoðunar og það er verið að reyna að hafa upp á sem flestum sem hafa verið á þessum stað á þeim tíma,“ segir Þórólfur. Er þá verið að horfa til tímabilsins frá 11. september. Hann segir að nú sé að skoða að grípa til staðbundinna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu til að ná utan um þessa hópsýkingu. Aðgerðirnar verði eins lítið íþyngjandi og hægt er en þó markvissar. „Það er bara verið að skoða hvað af því muni skila sem bestum árangri,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira