Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 25-25 | Jafnt á Seltjarnarnesi Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 17. september 2020 20:45 Grótta og Stjarnan gerðu jafntefli í kvöld. Vísir/Vilhelm Háspenna annan leikinn í röð hjá þessum liðum en jafntefli reyndist niðurstaðan hjá Gróttu og Stjörnunni 25-25. Grótta leiddi lengst af og munurinn tvö mörk í hálfleik 13-11 Grótta byrjaði leikinn líkt og gegn Haukum í 1. umferð, liðið náði fínum tökum á leiknum og dró vel úr gestunum en leikurinn jafn fyrsta stundarfjórðunginn. Heimamenn náðu síðan tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 13-11. Stjarnan kom sterkari út í síðari hálfleikinn og jafnaði strax í 15-15 og hófst þá eltingaleikurinn. Dagur Gautason hélt Stjörnunni inni leiknum og skoraði fimm mörk á innan við 10 mínútum. Gestirnir náðu forystunni í fyrsta skiptið í leiknum þegar stundarfjórðungur var til leiks loka, 19-20. Þeir komust svo í tveggja marka forystu þegar rétt um fimm mínútur voru til leiks loka, 22-24, og stefndi allt í að reynslu mikið lið Stjörnunnar myndi sigla sigrinum heim. Gróttumenn gáfust þó ekki upp, þeir skoruðu næstu þrjú mörk og leiddu þegar innan við mínúta var eftir af leiknum, 25-24. Sverrir Eyjólfsson skoraði svo loka mark leiksins af línunni því leiknum lauk með jafntefli 25-25. Af hverju varð jafntefli? Þetta var bara barátta frá fyrstu mínútu. Grótta stýrði hraðanum á leiknum og féll Stjarnan í gryfjuna. Liðin voru með ótal tæknifeila, samanlagt 26 tapaða bolta í leiknum, sem bar ekki mikil gæði með sér. Jafntefli var bara sanngjörn niðurstaða eftir þennan hörku leik Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson fór fyrir Gróttumönnum sóknarlega, hann skoraði 5 mörk líkt og Andri Þór Helgason. Stefán Huldar Stefánsson var aftur með fínan leik í markinu og endaði í tæpri 40% markvörslu. Dagur Gautason var lang atkvæðamestur í liði Stjörnunnar, skoraði 9 mörk en Tandri Már Konráðsson átti einnig góðan leik með 5 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var atkvæðamestur í vörninni og skilað sínu verki vel þar. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða, Grótta með 14 tapaða bolta og Stjarnan 12 segir ýmislegt um gæði leiksins. Daníel Griffin átti erfiðan dag í sínum fyrsta leik fyrir Gróttu, hann var stífur sóknarlega og tapaði boltanum trekk í trekk. Hvað er framundan? Grótta mætir KA fyrir norðan á í næstu umferð, alvöru verkefni þar og virkilega spennandi viðureign frammundan á meðan Stjarnan tekur á móti Haukum í TM höllinni. Andri Þór Helgason kann vel við sig í bláu. Hann hefur leikið með Fram, Stjörnunni og nú Gróttu á ferlinum.vísir/bára Andri Þór: Stefán var örugglega orðinn vel pirraður á honum „Ég er bara ánægður með að hafa tekið stigið, við verðum að virða það enda vorum við að spila á móti hörku liði Stjörnunnar“ sagði Andri Þór Helgason, leikmaður Gróttu „Það er oft þannig í fyrstu umferð að leikirnir séu jafnir þótt liðunum sé spáð toppnum eða botninum enn við ákváðum það bara í vikunni fyrir leik að sýna það og sanna að við ættum fullt erindi í þessa deild“ „Við missum þá frá okkur en komum til baka, það er jákvætt. Dagur var frábær hjá þeim, við áttum erfitt með hann í horninu en það er bara erfitt að segja hvað sker úr í svona leik“ Dagur Gautason var frábær í liði Stjörnunnar, sérstaklega í síðari hálfleik. Andri segir að þeir hafi átt erfitt með hann en fagnaði því innilega að Stefán Huldar Stefánsson, markvörður liðsins, hafi varið frá honum í lokasókn Stjörnunnar þar sem gestirnir gátu stolið sigrinum „Stefán var örugglega orðinn vel pirraður á honum enda var hann búinn að setja mikið framhjá honum, þannig hann átti inni eina vörslu“ sagði Andri að lokum. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Stjörnunnar.MYND/STÖÐ 2 SPORT Patti: mér fannst þetta leiðinlegur leikur „Grótta gerði þetta bara vel, þetta er sama upplegg og á móti Haukum þar sem þeir spila langar sóknir og við þurftum að vera mikið í vörn“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar „Ég var óánægður með það hvað við vorum lélegir og ragir í fyrri hálfleik. Þetta er bara það sem ég átti von á, að þetta yrði hægur leikur og ég held að það hafi ekki verið gaman að horfa á hann, mér fannst þetta leiðinlegur leikur“ „Ég tek ekkert af Gróttu, þeir voru með gott game-plan á móti okkur. Við hefðum þurft að nýta þessi færi sem við fengum. Það var svo mikið pláss þegar þeir voru að taka einn mann úr umferð eins og í yngri flokkunum í gamla daga, það á að vera hægt að labba í gegnum þetta“ „Ég er ekkert ósáttur við strákana, það tekur alltaf smá tíma að spila saman nýju liði, svo ég er ekki ósáttur en auðvitað áttum við að sýna meiri gæði á köflum“ Patrekur þjálfaði Selfoss eftirminnilega á þar síðasta tímabili þar sem hann gerði liðið að íslandsmeisturum í fyrsta skiptið, enn á því tímabili voru flest allir leikir liðsins spennandi, spennan virðist fylgja Patta „Já þetta fylgir mér! Nei ég upplifði marga spennuleiki fyrir austan svo ég er með ágætis reynslu í því“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Grótta Stjarnan
Háspenna annan leikinn í röð hjá þessum liðum en jafntefli reyndist niðurstaðan hjá Gróttu og Stjörnunni 25-25. Grótta leiddi lengst af og munurinn tvö mörk í hálfleik 13-11 Grótta byrjaði leikinn líkt og gegn Haukum í 1. umferð, liðið náði fínum tökum á leiknum og dró vel úr gestunum en leikurinn jafn fyrsta stundarfjórðunginn. Heimamenn náðu síðan tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum 13-11. Stjarnan kom sterkari út í síðari hálfleikinn og jafnaði strax í 15-15 og hófst þá eltingaleikurinn. Dagur Gautason hélt Stjörnunni inni leiknum og skoraði fimm mörk á innan við 10 mínútum. Gestirnir náðu forystunni í fyrsta skiptið í leiknum þegar stundarfjórðungur var til leiks loka, 19-20. Þeir komust svo í tveggja marka forystu þegar rétt um fimm mínútur voru til leiks loka, 22-24, og stefndi allt í að reynslu mikið lið Stjörnunnar myndi sigla sigrinum heim. Gróttumenn gáfust þó ekki upp, þeir skoruðu næstu þrjú mörk og leiddu þegar innan við mínúta var eftir af leiknum, 25-24. Sverrir Eyjólfsson skoraði svo loka mark leiksins af línunni því leiknum lauk með jafntefli 25-25. Af hverju varð jafntefli? Þetta var bara barátta frá fyrstu mínútu. Grótta stýrði hraðanum á leiknum og féll Stjarnan í gryfjuna. Liðin voru með ótal tæknifeila, samanlagt 26 tapaða bolta í leiknum, sem bar ekki mikil gæði með sér. Jafntefli var bara sanngjörn niðurstaða eftir þennan hörku leik Hverjir stóðu upp úr? Birgir Steinn Jónsson fór fyrir Gróttumönnum sóknarlega, hann skoraði 5 mörk líkt og Andri Þór Helgason. Stefán Huldar Stefánsson var aftur með fínan leik í markinu og endaði í tæpri 40% markvörslu. Dagur Gautason var lang atkvæðamestur í liði Stjörnunnar, skoraði 9 mörk en Tandri Már Konráðsson átti einnig góðan leik með 5 mörk. Brynjar Hólm Grétarsson var atkvæðamestur í vörninni og skilað sínu verki vel þar. Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða, Grótta með 14 tapaða bolta og Stjarnan 12 segir ýmislegt um gæði leiksins. Daníel Griffin átti erfiðan dag í sínum fyrsta leik fyrir Gróttu, hann var stífur sóknarlega og tapaði boltanum trekk í trekk. Hvað er framundan? Grótta mætir KA fyrir norðan á í næstu umferð, alvöru verkefni þar og virkilega spennandi viðureign frammundan á meðan Stjarnan tekur á móti Haukum í TM höllinni. Andri Þór Helgason kann vel við sig í bláu. Hann hefur leikið með Fram, Stjörnunni og nú Gróttu á ferlinum.vísir/bára Andri Þór: Stefán var örugglega orðinn vel pirraður á honum „Ég er bara ánægður með að hafa tekið stigið, við verðum að virða það enda vorum við að spila á móti hörku liði Stjörnunnar“ sagði Andri Þór Helgason, leikmaður Gróttu „Það er oft þannig í fyrstu umferð að leikirnir séu jafnir þótt liðunum sé spáð toppnum eða botninum enn við ákváðum það bara í vikunni fyrir leik að sýna það og sanna að við ættum fullt erindi í þessa deild“ „Við missum þá frá okkur en komum til baka, það er jákvætt. Dagur var frábær hjá þeim, við áttum erfitt með hann í horninu en það er bara erfitt að segja hvað sker úr í svona leik“ Dagur Gautason var frábær í liði Stjörnunnar, sérstaklega í síðari hálfleik. Andri segir að þeir hafi átt erfitt með hann en fagnaði því innilega að Stefán Huldar Stefánsson, markvörður liðsins, hafi varið frá honum í lokasókn Stjörnunnar þar sem gestirnir gátu stolið sigrinum „Stefán var örugglega orðinn vel pirraður á honum enda var hann búinn að setja mikið framhjá honum, þannig hann átti inni eina vörslu“ sagði Andri að lokum. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Stjörnunnar.MYND/STÖÐ 2 SPORT Patti: mér fannst þetta leiðinlegur leikur „Grótta gerði þetta bara vel, þetta er sama upplegg og á móti Haukum þar sem þeir spila langar sóknir og við þurftum að vera mikið í vörn“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar „Ég var óánægður með það hvað við vorum lélegir og ragir í fyrri hálfleik. Þetta er bara það sem ég átti von á, að þetta yrði hægur leikur og ég held að það hafi ekki verið gaman að horfa á hann, mér fannst þetta leiðinlegur leikur“ „Ég tek ekkert af Gróttu, þeir voru með gott game-plan á móti okkur. Við hefðum þurft að nýta þessi færi sem við fengum. Það var svo mikið pláss þegar þeir voru að taka einn mann úr umferð eins og í yngri flokkunum í gamla daga, það á að vera hægt að labba í gegnum þetta“ „Ég er ekkert ósáttur við strákana, það tekur alltaf smá tíma að spila saman nýju liði, svo ég er ekki ósáttur en auðvitað áttum við að sýna meiri gæði á köflum“ Patrekur þjálfaði Selfoss eftirminnilega á þar síðasta tímabili þar sem hann gerði liðið að íslandsmeisturum í fyrsta skiptið, enn á því tímabili voru flest allir leikir liðsins spennandi, spennan virðist fylgja Patta „Já þetta fylgir mér! Nei ég upplifði marga spennuleiki fyrir austan svo ég er með ágætis reynslu í því“ sagði Patrekur að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti