Svekkjandi tap og KR úr leik í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 18:30 KR er úr leik í Evrópu þetta árið. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League]. Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
KR-ingar fóru fýluferð til Eistlands í undankeppni Evrópudeildarinnar. Þrátt fyrir að betri frá upphafi til enda þá töpuðu Íslandsmeistararnir 2-1 gegn Floria Tallinn – toppliðinu í Eistlandi - og Evrópuævintýrum þeirra því lokið í sumar. Finnur Orri Margeirsson meiddist strax á 6. mínútu og í hans stað kom Pablo Punyed. El-Salvadorinn var ekki alveg í takt við leikinn eftir að hafa komið inn á og missti boltann skömmu síðar. Upp úr því kom fyrsta mark leiksins en það gerði Rauno Sappinen fyrir Floria Tallinn. Eftir það settu KR-ingar mikið púður í að jafna metin og tókst það en markið dæmt af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að um kolrangan dóm var að ræða. Það var svo á 36. mínútu sem heimamenn tvöfölduðu forystu sína þökk sé marki Michael Lilander en hann átti þá skot af löngu færi sem fór fram hjá Beiti Ólafssyni í marki KR. Staðan 2-0 í hálfleik. Verkefni KR-inga varð enn erfiðara þegar Ægir Jarl Jónasson fékk sitt annað gula spjald á 58. mínútu fyrir litlar sakir. Tíu leikmönnum KR tókst þó að minnka muninn á 74. mínútu þegar Kristján Flóki Finnbogason skallaði knöttinn í netið Í kjölfarið gáfu KR-ingar allt sem þeir áttu og mögulega hefði Stefán Árni Geirsson átt að jafna metin í uppbótartíma þegar hann skallaði fyrirgjöf Kristins Jónssonar yfir. Algjört dauðafæri en Stefán Árni með mann í bakinu og færið mögulega erfiðara en það virtist í fyrstu sýn. Lokatölur 2-1 og gríðarlega svekkjandi tap KR-inga í Eistlandi staðreynd. Þar með missir Ísland eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum. Mun það taka gildi sumarið 2022. Þá verður búið að setja upp nýja Evrópukeppni,Sambandsdeild [e. Conference League].
Fótbolti Evrópudeild UEFA KR Tengdar fréttir Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00 Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30 Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Íslendingalið Bodø/Glimt og Kaupmannahöfn áfram í Evrópudeildinni Íslendingalið Bodø/Glimt og FC Kaupmannahöfn komust áfram í Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. 17. september 2020 18:00
Ísland missir Evrópusæti ef KR tapar í dag Ef KR tapar gegn Flora í Eistlandi í dag missir Ísland eitt af fjórum sætum sem liðið hefur haft í Evrópukeppnum karla í fótbolta. 17. september 2020 12:30