Leggur til að skemmtistöðum og krám verði lokað yfir helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. september 2020 18:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að öllum skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu verði lokað á morgun og að staðirnir verði lokaðir yfir helgina. Staðan verður svo endurmetin eftir helgi. Lokunin mun ekki taka til matsölustaða sem eru með vínveitingaleyfi. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Er þetta gert til að bregðast við mikilli fjölgun kórónuveirusmita undanfarna daga en síðastliðna þrjá sólarhringa hafa 38 greinst með veiruna hér á landi. Aðeins 11 þeirra voru í sóttkví. Þórólfur boðaði hertar aðgerðir fyrr í dag á vínveitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nánast öll þau smit sem komið hafa upp síðustu daga hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að tólf staðfest smit tengist barnum Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur. Þessir tólf einstaklingar tengjast ekki allir innbyrðis en í nokkrum tilfellum eru tengsl á milli einstaklinga. Talið er að fjöldi fólks hafi verið útsett fyrir kórónuveirusmiti síðastliðið föstudagskvöld, 11. september. Almannavarnir biðja því þá sem voru á barnum Irishman Pub það kvöld á milli klukkan 16 og 23, og hafa ekki farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar eða verið í samskiptum vegna sóttkvíar, að skrá sig í sýnatöku þegar það verður gert mögulegt inni á Heilsuveru á morgun. „Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku. Sóttvarnalæknir og almannavarnir biðla til þeirra sem sóttu ofangreindan stað á umræddum degi að hafa hægt um sig þar til sýnataka hefur farið fram og neikvæð niðurstaða liggur fyrir,“ segir í tilkynningu almannavarna vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira