Nýi CrossFit stjórinn gaf tóninnn fyrir heimsleikana með því að gera fyrstu æfinguna sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:45 Eric Roza á ekki bara CrossFit því hann elskar líka að stunda CrossFit. Skjámynd/Youtube Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira
Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sjá meira