Hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2020 12:38 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ræddi við fréttamenn um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að það sé alltaf leiðinlegt að lenda í bakslagi en síðustu þrjá sólarhringa hafa alls 53 greinst með staðfest kórónuveirusmit hér á landi. Ráðherra féllst í dag á tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um að loka skemmtistöðum og krám á höfuðborgarsvæðinu frá deginum í dag til og með mánudegi. Hún segir að það hefði verið óeðlilegt að grípa ekki inn í með mjög afgerandi hætti nú. „Við tökum stöðuna um helgina og sjáum hver fjölgunin er um helgina. Við vitum ekki hvar við erum á bylgjunni, hversu hröð aukningin er en það er óeðlilegt annað en að grípa inn í með mjög afgerandi hætti núna þegar við sjáum svona óvænta og mikla fjölgun frá degi til dags,“ sagði Svandís í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi. Hún sagði að nauðsynlegt væri að sjá nokkra daga í viðbót til að sjá á hvaða leið við erum í þessari bylgju faraldursins nú. „Það setur að manni ákveðinn beyg þegar við sjáum að við erum að fara út úr því sem að okkar talnafólk hélt að við værum að gera, þar sem við höfum haft spár um það að við værum svona frá núll upp í sex smit eitthvað áfram, þegar við rjúkum svona upp þannig að við vitum þá í raun og veru ekki hvort að bylgjan er á leiðinni mjög hratt upp eða hvort hún má ná jafnvægi á næstu dögum og hvort hún síðan dvínar aftur. Og þegar svo er þá verðum við að grípa mjög ákveðið inn í,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort þetta væru vonbrigði fyrir heilbrigðisráðherra sagðist hún halda að þetta væru vonbrigði fyrir okkur öll. „Það er leiðinlegt að lenda í bakslagi en sóttvarnalæknir hefur nú svo sem sagt við mig oft á dag, alveg frá því að þessi veira tók land hérna fyrst, að við kæmum til með að sjá bæði bakslög og líka að okkur myndi ganga betur. Á meðan veiran er hérna á meðal okkur þá komum við til með að þurfa að dansa þennan tangó við hana, að slaka á og síðan að herða aftur á.“ Viðtalið við heilbrigðisráðherra má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira