Starfandi forseti dregur framboð sitt til baka Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 15:33 Añez kynnti ákvörðun sína um að draga framboðið til baka í myndbandi á samfélagsmiðlum í gær. AP/Juan Karita Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir. Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Jeanine Añez, starfandi forstjóri Bólivíu, dró framboð sitt til forseta til baka í gær. Skoðanakannanir sýndu að hún væri í fjórða sæti frambjóðenda og sagðist Añez vilja hjálpa til við að sameina hægri væng stjórnmálanna og koma í veg fyrir að vinstrimaðurinn Luis Arce verði forseti. Kosið verður til forseta í Bólivíu 18. október. Añez hefur gegnt embætti forseta frá því að Evó Morales hrökklaðist frá völdum í skugga mikilla mótmæla eftir umdeildar kosningar í nóvember í fyrra. Hún lofaði í fyrstu að boða fljótt til kosninga en það hefur dregist þar til nú. „Ég er að þessu vegna þess að það er hætta á að atkvæðin dreifist á nokkra frambjóðendur. Þetta er ekki fórn, þetta er heiður,“ sagði Añez í ávarpi sem hún birti á samfélagsmiðlum. Arce, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Morales, mælist nú með forskot í skoðanakönnunum með um 40% fylgi. Gengi það eftir yrði hann kjörinn forseti. Með brotthvarfi Añez eru nú aðeins tveir raunhæfir frambjóðendur úr röðum hægrimanna sem gætu nú brúað bilið í Arce. New York Times segir að Añez hafi bakað sér óvinsældir, meðal annars með harðlínustefnu gegn Sósíalistahreyfingar Morales sem var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum. Stuðningur frumbyggja við flokkinn hefur farið vaxandi í tíð starfandi forsetans. Þá hjálpaði það Añez ekki að hún sveik loforð um að taka aðeins við embættinu í skamman tíma áður en hægt væri að kjósa nýjan forseta. Añez lýsti sjálfa sig forseta eftir brotthvarf Morales í nóvember í fyrra. Hélt hún á lofti eintaki af Biblíunni. Sem forseti hefur hún komið kaþólskum táknum inn í ríkisathafnir.AP/Juan Karita Viðbrögð ríkisstjórnar hennar við kórónuveirufaraldrinum og efnahagskreppa sem honum fylgdi hafi svo sökkt Añez endanlega. Hún mældist aðeins með um 10% stuðning í skoðanakönnun sem var birt daginn áður en Añez dró sig í hlé. Morales sjálfur er nú í útlegð en bólivísk yfirvöld ákærðu hann fyrir hryðjuverk. Mannréttindasamtök halda því fram á ákærunar byggi ekki á sönnunargögnum og eigi sér pólitískar rætur. Bólivíska dómsmálaráðuneytið ákærði Morales einnig fyrir nauðgun og mansal í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa átt í sambandi við táningsstúlku sem hafi ferðast með honum í opinberar heimsóknir.
Bólivía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40 Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fresta forsetakosningum og skipa þjóðinni að fara í sóttkví Ríkisstjórn Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu hefur ákveðið að vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem getur valdið COVID-19 sjúkdómnum, sé ráð að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem áttu að fara fram 3. maí næstkomandi. 21. mars 2020 21:40
Morales ákærður fyrir að nauðga ólögráða stúlku Evo Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hefur verið sakaður um mansal og að hafa samræði við ólögráða stúlku. 21. ágúst 2020 11:47