Kórónuveiran og úlnliðsbrot í sömu vikunni Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2020 16:59 Vikan hefur reynst hálfgerð hamfaravika í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar og Helga Hrafns. Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“ Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Þessi þriðja vika septembermánaðar getur telst seint með þeim heppilegri í lífi hjónanna Ingu Auðbjargar Straumland og Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata. „Ég braut á mér úlnliðinn í fyrradag og fór í aðgerð í gær. Fór svo í mína þriðju sóttkví á árinu, sem nú hefur breyst í einangrun því ég reyndist smituð,“ segir Inga Auðbjörg á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af sér við. Inga Auðbjörg er formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar. Eins og Vísir fjallaði um í gær þá hefur Helgi Hrafn greinst með kórónuveirusmit og er því í sóttkví. Helgi Hrafn tilkynnti um smitið á Facebook og þá birti Inga Auðbjörg mynd af sér með gifsi og sagði: Lífið er ævintýri, ástin mín. „Þau ykkar sem hittið mig um helgina eða á mánudag eruð sloppin (alla vega frá mér sem smitbera, en ég virðist nú ekki vera ein um þessa veiki um þessar mundir). Þau sem að hittuð mig á þriðjudag, endilega heyrið í mér ef ég hef ekki þegar heyrt í ykkur,“ segir Inga og hvetur fólk til að fara varlega: „Munið handþvott og spritt, krakkar!“ Í stuttri athugasemd til enskumælandi vina sinna segir Inga að hún hafi brotnað, farið í aðgerð og eftirleikurinn sé eins sársaukafullur og að fæða barn. Hún spyr hvort það sé eitthvað annað í kortunum sem þessi vika hafi hugsað sér að leggja á sig? „COVID confirmed, broken wrist and surgery, which aftermath is as painful as giving birth. Anything else this week wants to throw at me?“
Alþingi Píratar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira