Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. september 2020 18:55 Guðbrandur segir skjólstæðinga sína eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir verulegu andlegu áfalli vegna brunans. Vísir/Egill Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37
Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30