Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2020 21:37 Skjáskot af umfjöllun Breitbart. Þar er auglýsing sögð sýna Jesú í mynd skeggjaðrar konu með brjóst. Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess. Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. Í grein sem birtist þar í gær segir að auglýsingin hafi vakið mikil og hörð viðbrögð, sem hún gerði. Þar er vísað í Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, og orð hans um að myndinni sé ætlað að fanga og fagna samfélaginu eins og það er. Eins og áður hefur verið greint frá kostaði auglýsingaherferð Kirkjunnar, sem margir hafa kennt við „Trans-Jesú,“ um tvær milljónir króna. Samkvæmt Pétri helgaðist kostnaðurinn aðallega af hönnun og prentun, auk auglýsingar á strætisvagn sem nú ekur um götur Reykjavíkur. Kostnaðurinn er sagður lítillega hærri en auglýsingar fyrri ára. Í grein Daily Mail eru Pétur og auglýsingin kölluð „woke.“ Með orðinu er átt við ákveðna viðleitni til að vera meðvitaður um samfélagsleg vandamál hvers tíma og ala ekki á hvers kyns fordómum. Á Íslandi hefur hugtakið „góða fólkið“ iðulega verið notað um svipaðar hugmyndir, og þá oft á niðrandi hátt. Hægrisinnuð fréttaveita leggur orð í belg Daily Mail er þó ekki eini miðillinn sem fjallað hefur um auglýsinguna. Það hefur bandaríska hægrisinnaða fréttaveitan Breitbart einnig gert. Í umfjöllun Breitbart er að miklu leyti tæpt á því sama og í umfjöllun Daily Mail. Þar er málið þó einnig sett í samhengi við mál frá árinu 2017, þar sem fulltrúar á vegum ensku þjóðkirkjunnar sögðu að börnum ætti að vera frjálst að kanna kynvitund sína meðan þau alast upp. Þá segir Breitbart að fáar stórar kristnar stofnanir hafi „samþykkt“ trans fólk og hugmyndina um kynvitund, með vísan til vers í Biblíunni þar sem segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Í greininni er þó ekki útskýrt nánar hvernig umrætt vers geti komið í veg fyrir að fólk sé trans, eða að kynvitund fólks stangist á við líffræðilegt kyn þess.
Hinsegin Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Jesú með brjóst kostaði Kirkjuna um tvær milljónir Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann þar sem Jesú var sýndur með brjóst kostaði um tvær milljónir króna. 13. september 2020 15:21
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15