Sauðfjárbóndi segir íslenskan landbúnað á hraðri niðurleið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. september 2020 13:08 Sigríður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð, sem segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Sigurður Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Arnarholti í Biskupstungum segir að íslenskur landbúnaður sé á hraðri niðurleið enda sé sótt að bændum úr öllum áttum. Þá hafi stjórnvöld engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi. Það er ekki gott hljóð í bændum þessa dagana því þeir segja að staðan hjá þeim sé mjög erfið, ekki síst vegna mikils innflutnings á landbúnaðarvörum til landsins og á sama tíma sé verið að lækka verð fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Sigríður Jónsdóttir er mjög ósátt með stöðuna. „Það er sótt að okkur úr öllum áttum og stjórnvöld hafa engan áhuga fyrir því að viðhalda landbúnaði á Íslandi og hafa ekki haft það í áratugi, það er komið upp ófremdarástand hér,“ segir Sigríður. Sigríður segir mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi á Íslandi eins og staðan sé í dag.Vísir/Magnús Hlynur En er eitthvað hægt að gera í þessari stöðu að mati Sigríðar? „Já, já, vilji er allt sem þarf, þetta þarf ekki að vera svona. Stjórnvöld þurfa bara að hafa stefnu sem virkar í landbúnaðarmálum ef þau ákveða að það sé landbúnaður á Íslandi, þá þarf bara að gera það til þess að það sé hægt. Stjórnlaus innflutning á landbúnaðarafurðum til dæmis, sem hægt er að framleiða hér innanlands, það gengur ekki.“ En hvernig skýrir Sigríður þetta áhugaleysi stjórnvalda? „Þeir þjóna þeim hagsmunum, sem græða á öðru en landbúnaði, innflutning á landbúnaðarvörum, útflutningi á fiski og ferðaþjónustan náttúrulega, hún á bara að taka við og redda þeim sem verða atvinnulausir en hún gerir það náttúrulega ekki í þessu árferði. Landbúnaður og fiskveiðar er það eina sem getur haldið raunverulegri byggð í dreifbýli á Íslandi og ef það markmið á að haldast þá þarf að gera eitthvað af viti í þessum málum,“ segir Sigríður. Eru stjórnmálamenn ekki að vinna vinnuna sína? „Stjórnmálamenn hafa bara nákvæmlega ekkert vit á sínum verkefnum,“, segir Sigríður og bætir því við að það sé mjög slæmt að vera sauðfjárbóndi í dag.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira